Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 22. janúar 2023 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Sjóðandi heitur Lookman - Roma lagði Spezia
Ademola Lookman er með tíu mörk í síðustu ellefu leikjum sínum í Seríu A
Ademola Lookman er með tíu mörk í síðustu ellefu leikjum sínum í Seríu A
Mynd: EPA
Tammy Abraham gerði annað mark Roma
Tammy Abraham gerði annað mark Roma
Mynd: EPA
Ademola Lookman er að heilla á Ítalíu en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt er Atalanta gerði 3-3 jafntefli við Juventus á Allianz-leikvanginum í Tórínó í kvöld. Roma vann þá Spezia, 2-0, en þetta var annar deildarsigurinn á árinu.

Atalanta byrjaði af krafti gegn Juventus. Enski vængmaðurinn Lookman hélt sama dampi og kom gestunum í forystu á 5. mínútu áður en Angel Di María jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu tuttugu mínútum síðar.

Arkadiusz Milik kom Juventus yfir á 34. mínútu og fór liðið með forystu inn í hálfleikinn. Atalanta kom til baka og gerði tvö mörk á fyrstu átta mínútum síðari hálfleiks. Joakim Mæhle jafnaði á fyrstu mínútu síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Lookman og gerði Englendingurinn svo þriðja mark Atalanta stuttu síðar.

Brasilíski bakvörðurinn Danilo jafnaði fyrir Juventus á 65. mínútu og tryggði liðinu stig. Lokatölur 3-3. Atalanta er í 5. sæti með 33 stig en Juventus í 9. sæti með 23 stig.

Lærisveinar Jose Mourinho í Roma unnu Spezia 2-0. Stephan El Shaarawy og Tammy Abraham gerðu mörk Roma sem er í 4. sæti með 37 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Juventus 3 - 3 Atalanta
0-1 Ademola Lookman ('5 )
1-1 Angel Di Maria ('25 , víti)
2-1 Arkadiusz Milik ('34 )
2-2 Joakim Maehle ('46 )
2-3 Ademola Lookman ('53 )
3-3 Danilo ('65 )

Monza 1 - 1 Sassuolo
0-1 Gianmarco Ferrari ('13 )
1-1 Gianluca Caprari ('60 )

Sampdoria 0 - 1 Udinese
0-1 Iyenoma Udogie ('88 )

Spezia 0 - 2 Roma
0-1 Stephan El Shaarawy ('45 )
0-2 Tammy Abraham ('49 )
Athugasemdir
banner
banner