„Tilfinningin er ótrúlega góð eftir lélegan fyrsta leik að sjá svona góðan stíganda í liðinu er bara geggjað" sagði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir leikmaður Víkings Reykjavíkur eftir stórsigurinn á Samsungvellinum í Garðabæ en leikurinn endaði með 6-2 fyrir Víking.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 6 Víkingur R.
„Við mættum ekki til leiks í fyrsta leik en við svo sannarlega sýndum það í dag í hvað okkur býr. Að skora sex mörk er ekkert sjálfsagt á móti svona góðu liði þannig við fögnum því."
Hvað skilaði þessum sigri?
„Bara vinnusemi og við gerðum þetta saman, hlupum fyrir hverja aðra, gerðum það sem við áttum að gera og bara einföldu hlutina sem við erum góðar í."
Áslaug Dóra skorað þrennu í kvöld og öll mörkin eftir föst leikatriði og Áslaug Dóra vonast við þess að skora fleiri mörk í sumar.
„Já klárlega. það er bara eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig og vonandi skora fleiri í sumar."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvrpinu hér að ofan.