Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
   lau 22. júní 2024 23:03
Haraldur Örn Haraldsson
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Axel Óskar Andrésson leikmaður KR var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði jafntefli við Víking 1-1 á Víkingsvelli.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Bara flott stig á örugglega erfiðasta útivelli landsins. Flott bara að ná fínni frammistöðu saman, strákarnir. Ég veit við vorum að verjast mikið og þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikurinn fyrir fremstu menn. En flott að fá stig og margt sem við getum byggt ofan á."

KR var lítið með boltan í leiknum og vörðust mikið. Það heppnaðist þó vel og er mögulega eitthvað sem hentar þeim.

„Að sjálfsögðu finnst mér gaman að verja boxið og bara verjast yfir höfuð, og hafa kannski völlinn aðeins meira fyrir framan mig, að sjálfsögðu. En ég hef líka rosa gaman af því að spila fótbolta og kannski hafa boltan aðeins meira en þetta í dag. Við erum bara núna á punkti þar sem við þurfum að byrja að safna stigum, og mér fannst þetta bara flott leið til að gera það í dag. Að sækja stig á erfiðasta vellinum, að fara aðeins neðar og einmitt kannski nýta mína styrkleika aðeins meira hér í dag."

Gregg Ryder er ný farinn frá félaginu og Pálmi Rafn Pálmason sem var aðstoðarþjálfari hans, tekinn við tímabundið. Það er stutt síðan það gerðist og því erfitt að segja hvort það sé hægt að sjá mikinn mun.

„Þeir eru báðir bara ógeðslega góðir þjálfarar, og þrátt fyrir léleg úrslit hjá okkur með Gregg þá sé ég rosa eftir honum. Mér finnst hann frábær maður og hann er góður þjálfari með góðar pælingar. En því miður er fótboltinn bara ógeðslega 'cruel' stundum. Pálmi er náttúrulega bara herra KR þannig það er auðvelt að hlusta á hann. Þegar hann opnar á sér munninn þá hlusta allir og hann er geggjaður. En að sjálfsögðu á tveimur dögum er ekki hægt að sjá mikinn mun, maður þarf aðeins meiri tíma en það."

Fjölmiðlar hafa gagnrýnt Gregg Ryder töluvert en það er greinilegt miðað við hvernig Axel talar um hann að honum líkaði allavega að hafa hann sem þjálfara.

„Ég las nú eiginlega ekkert, að sjálfsögðu sá maður einhverjar fyrirsagnir. En það er greinilegt að KR er stór klúbbur út af því að þetta er það eina sem er búið að vera í fréttunum. Ósanngjörn? Ég veit það ekki, KR á að sækja stig og við erum ekki búnir að vera gera það, sem er sorglegt. En núna er bara litið fram á vegin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner