Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 22. júní 2024 23:03
Haraldur Örn Haraldsson
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Axel Óskar Andrésson leikmaður KR var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði jafntefli við Víking 1-1 á Víkingsvelli.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Bara flott stig á örugglega erfiðasta útivelli landsins. Flott bara að ná fínni frammistöðu saman, strákarnir. Ég veit við vorum að verjast mikið og þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikurinn fyrir fremstu menn. En flott að fá stig og margt sem við getum byggt ofan á."

KR var lítið með boltan í leiknum og vörðust mikið. Það heppnaðist þó vel og er mögulega eitthvað sem hentar þeim.

„Að sjálfsögðu finnst mér gaman að verja boxið og bara verjast yfir höfuð, og hafa kannski völlinn aðeins meira fyrir framan mig, að sjálfsögðu. En ég hef líka rosa gaman af því að spila fótbolta og kannski hafa boltan aðeins meira en þetta í dag. Við erum bara núna á punkti þar sem við þurfum að byrja að safna stigum, og mér fannst þetta bara flott leið til að gera það í dag. Að sækja stig á erfiðasta vellinum, að fara aðeins neðar og einmitt kannski nýta mína styrkleika aðeins meira hér í dag."

Gregg Ryder er ný farinn frá félaginu og Pálmi Rafn Pálmason sem var aðstoðarþjálfari hans, tekinn við tímabundið. Það er stutt síðan það gerðist og því erfitt að segja hvort það sé hægt að sjá mikinn mun.

„Þeir eru báðir bara ógeðslega góðir þjálfarar, og þrátt fyrir léleg úrslit hjá okkur með Gregg þá sé ég rosa eftir honum. Mér finnst hann frábær maður og hann er góður þjálfari með góðar pælingar. En því miður er fótboltinn bara ógeðslega 'cruel' stundum. Pálmi er náttúrulega bara herra KR þannig það er auðvelt að hlusta á hann. Þegar hann opnar á sér munninn þá hlusta allir og hann er geggjaður. En að sjálfsögðu á tveimur dögum er ekki hægt að sjá mikinn mun, maður þarf aðeins meiri tíma en það."

Fjölmiðlar hafa gagnrýnt Gregg Ryder töluvert en það er greinilegt miðað við hvernig Axel talar um hann að honum líkaði allavega að hafa hann sem þjálfara.

„Ég las nú eiginlega ekkert, að sjálfsögðu sá maður einhverjar fyrirsagnir. En það er greinilegt að KR er stór klúbbur út af því að þetta er það eina sem er búið að vera í fréttunum. Ósanngjörn? Ég veit það ekki, KR á að sækja stig og við erum ekki búnir að vera gera það, sem er sorglegt. En núna er bara litið fram á vegin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner