Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 22. september 2020 15:45
Magnús Már Einarsson
Leeds að fá varnarmann frá Real Sociedad
Leeds er að fá varnarmanninn Diego Llorente í sínar raðir frá Real Sociedad.

Llorente er ætlað að berjast við Robin Koch og Liam Cooper um stöðu í hjarta varnarinnar.

Hinn 27 ára gamli Llorente var áður á mála hjá Real Madrid en hann getur einnig spilað á miðjunni.

Leeds hefur fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur umferðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Leeds lagði Fulham 4-3 um helgina eftir að hafa áður tapað 4-3 gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner