banner
   fim 22. september 2022 07:40
Elvar Geir Magnússon
Dortmund verðmetur Bellingham á 130 milljónir punda
Powerade
Jude Bellingham er eftirsóttur.
Jude Bellingham er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Jesper Lindström.
Jesper Lindström.
Mynd: EPA
Marco Asensio.
Marco Asensio.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bellingham, De Jong, Lindström, Mudryk, Gomes, Kiwior. Þessir og fleiri í slúðurpakkanum á þessum fimmtudegi. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Borussia Dortmund verðleggur Jude Bellingham (19), enska landsliðsmiðjumanninn, á um 130 milljónir punda. Manchester United og Liverpool eru meðal félaga sem vilja Bellingham. (Athletic)

Ef Bellingham fengi að ráða yrði Real Madrid hans fyrsta val næsta sumar. (El Chiringuito via Marca)

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie De Jong (25) segist alltaf hafa viljað vera áfram hjá Barcelona eftir að hann hafnaði 65 milljóna punda sölu til Manchester United í sumarglugganum. (Mirror)

Arsenal hefur haft samband vegna danska sóknarmiðjumannsins Jesper Lindström (22) hjá Eintracht Frankfurt og hefur áhuga á 17 milljóna punda kaupum í janúar. (Bild)

Arsenal gæti fengið samkeppni frá Brighton um úkraínska landsliðsmanninn Mykhaylo Mudryk (21) frá Shaktar Donetsk í janúar. Roberto De Zerbi, nýr stjóri Brighton, þjálfaði Mudryk hjá Shaktar. (Express)

26 milljóna punda tilboði Everton í Mudryk var hafnað þar sem Shaktar vill fá yfir 44 milljónir punda fyrir hann. Arsenal hefur ekki gert tilboð enn. (Fabrizio Romano)

Varaforseti brasilíska félagsins Flamengo segir að engar fyrirspurnir hafi borist í Joao Gomes (21) en brasilíski miðjumaðurinn er orðaður við Liverpool og Manchester United. (ESPN)

Manchester United hafði áhuga á að bjóða Andreas Pereira (28) sem hluta af tilboði í Gomes í sumar, áður en Pereira fór til Fulham. (TalkSport)

Ange Postecoglou, stjóri Celtic, segist ekki hafa í hyggju að hætta til að taka við Leicesrer. (Sky Sports)

Spænski miðjumaðurinn Sergio Busquets (34) hjá Barcelona hefur áhuga á að ganga í raðir bandaríska MLS-liðsins Inter Miami sem er að hluta til í eigu David Beckham. Samningur Busquets við Börsunga rennur út næsta sumar. (Sport)

Spænski sóknarleikmaðurinn Marco Asensio (26) lokar ekki dyrum á mögulega á að fara frá Real Madrid til erkifjendanna í Barcelona. (Sport)

Tveggja ára framlengingin sem Ousmane Dembele (25) skrifaði undir hjá Barcelona í júlí inniheldur 44 milljóna punda riftunarákvæði sem verður virkt næsta sumar. Dembele fengi helming þeirrar upphæðar. (L'Equipe)

Barcelona hótar að lögsækja dagblaðið El Mundo eftir að það birti nákvæmar upplýsingar um hvað átti sér stað í viðræðum Barcelona við Lionel Messi, áður en Argentínumaðurinn fór til Paris St-Germain. (Mail)

Ekkert félag gekk að verðmiða PSV Eindhoven á hollenska vængmanninum Cody Gakpo (23) sem var orðaður við Manchester United, Southampton, Leeds United og Arsenal. (Voetbal International)

Elliot Anderson (19), miðjumaður Newcastle, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið. (Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner