Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. október 2021 12:04
Elvar Geir Magnússon
Þetta sagði Klopp á fréttamannafundi fyrir Man Utd - Liverpool
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það verður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar Manchester United mætir Liverpool klukkan 15:30 á Old Trafford.

Jurgen Klopp sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og hér má sjá allt það helsta sem þar kom fram:

Um Curtis Jones og Thiago Alcantara:
„Það er klárt að Curtis æfir með okkur í dag að fullu. Það er planið. Hann ætti geta verið í hóp en ekki Thiago. Hann er ekki farinn að æfa en hann er farinn að hlaupa og það eru jákvæðar fréttir." - Jones hefur misst af síðustu tveimur leikjum Liverpool vegna náravandræða.

Beðinn um að bera saman Ronaldo og Salah:
„Af hverju eigum við að bera þá saman? Báðir eru heimsklassa. Ég segi að vinstri fótur Mo sé betri. Ronaldo er betri í loftinu og með hægri. Báðir eru með hraða og vilja skora mörk. En ég hef ekki áhuga á að bera þá saman, því miður."

Klopp horfði á Atalanta - Man Utd:
„Atalanta skapaði vandræði fyrir United í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fekk United þrjú mjög góð færi. Seinni hálfleikur var sýnikennsla um United að láta vaða og skapa vandræði. Ég býst við erfiðum leik gegn mjög góðum andstæðingi."

Hvað getur Man Utd gert?
„Við vitum öll hvernig fótboltaheimurinn virkar. United - Liverpool er risaleikur. United menn eru ekki nægilega ánægðir með úrslitin sín en við vitum öll að þeir geta gert magnaða hluti. Við höfum fengið að sjá það. Við reynum að einbeita okkur aðallega að okkur sjálfum."

Um öfluga markaskorun Liverpool:
„Það hjálpar en við erum ekki eingöngu að treysta á hversu góðir við erum að skora. Það er oft tilviljunum háð. Það er mjög fínt að vinna 1-0 og halda markinu hreinu."

Um áreitið sem Steve Bruce varð fyrir:
„Var það á samfélagsmiðlum? Ekki lesa samfélagsmiðla, ekki horfa, sérstaklega ekki þegar það gengur ekki vel. Það er besta ráðlegging sem hægt er að gefa öllum þjálfurum heimsins. Ég vorkenni Steve Bruce ef það gerðist. Ég tel að mikilvægasti kostur þjálfara í nútímafótbolta er að láta gagnrýni ekki hafa áhrif á sig eða fylgjast bara ekki með. Það er það sem ég geri."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner