Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. janúar 2020 12:30
Miðjan
Davíð um fjármögnun Kórdrengja: Þarf ekki annað en að benda á búninginn
Davíð Smári fagnar sigri eftir leik hjá Kórdrengjum í fyrra.
Davíð Smári fagnar sigri eftir leik hjá Kórdrengjum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, er gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Hafliði Breiðfjörð ræddi við Davíð um uppgang Kórdrengja undanfarin ár en liðið hefur fengið marga öfluga leikmenn til liðs við sig úr efstu deildum og farið upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Hvernig fjármagna Kórdrengir reksturinn?

„Ég þarf ekki annað en að benda á búninginn okkar í fyrra. Það sást varla í litinn á búningum vegna auglýsinga," sagði Davíð en hann segir að félagið hafi þurft að hafna beiðni um auglýsingar á búningunum. „Eftir fyrstu 10-20 símtöin vorum við búin að fylla búninginn. Fólk er spennt fyrir þessu og vill taka þátt."

„Við erum ekki með alla leikmenn á launaskrá eins og aðrir klúbbar. Þetta er öðruvísi hjá okkur en öðrum klúbbum. Við finnum fyrir því að klúbbar eiga erfitt með að borga laun. Við höfum fengið stráka til okkar sem eiga inni fullt af launum."

„Við skuldum sem betur fer ekki laun enda ekki verið að borga laun í mörg ár. Við máttum það ekki í fyrra og þurftum að gera það á annan hátt með sjúkraþjálfun og reyna að greiða fyrir þá æfingaferðina í fyrra og svona. Þetta er fyrsta árið sem við megum gera launasamninga við leikmenn."


Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Davíð Smári um Kórdrengjaævintýrið
Athugasemdir
banner
banner