Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. maí 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Pochettino er með gott tilboð frá Newcastle og vill vera á Englandi"
Mynd: Getty Images
Ossie Ardiles, fyrrum leikmaður Tottenham og nú sparkspekingur, segir að samlandi sinn, Mauricio Pochettino, sé með tilboð á borðinu frá Newcastle.

„Pochettino er með gott tilboð frá Newcastle og vill vera á Englandi," segir Ardiles. Pochettino hefur verið án starfs frá því Tottenham rak hann í nóvember síðastliðnum.

Margt bendir til þess að nýir eigendur eignist Newcastle og eru talsverðar líkur á því að með nýju eignarhaldi komi nýr stjóri og Steve Bruce verði látinn fara.

„Mauricio hefur rætt við Newcastle og hann fékk gott boð þaðan. Hann ætlar samt að hugsa sig um aðeins lengur áður en hann tekur lokaákvörðun. Á þriðjudag rann út klásúlan hans hjá Tottenham svo önnur félög geta nú ráðið hann óhindrað."

„Honum líður vel á Englandi en hann gæti vel stýrt liðum á Spáni, Ítalíu eða í Frakklandi. Hann mun taka við stóru félagi. Ég myndi mæla með Mauricio í hvaða starf sem er, hann er frábær persóna,"
sagði Ossie.
Athugasemdir
banner