Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 23. júlí 2019 15:54
Elvar Geir Magnússon
Er Man Utd að undirbúa tilboð í Longstaff?
Mirror segir að Manchester United sé að undirbúa tilboð í Sean Longstaff, 21 árs miðjumann Newcastle sem vakti athygli fyrir frammistöðu sína á síðasta tímabili.

Ole Gunnar Solskjær hefur lagt áherslu á að fá til sín unga breska leikmenn.

Sagt er að Newcastle hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á Longstaff en United ætli að gera 30 milljóna punda tilboð.

United hefur fengið til sín Aaron Wan-Bissaka og Daniel James og vill bæta við sig tveimur leikmönnumt til viðbótar.

Harry Maguire, varnarmaður Leicester, er efstur á óskalistanum.
Athugasemdir
banner