Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 23. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Vörðumst með ellefu menn
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Gameplanið virkaði vel hjá okkur. Við gáfum lítið af færum en Víkingar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og við setjum mark fljótlega úr föstu leikatriði og náðum að halda því fram í hálfleik og í seinni hálfleik hélt þetta áfram en við fengum kannski nokkur góð upphlaup og hættuleg til þess að skora en Víkingar stjórnuðu leiknum.“
Sagði Ágúst Gylfason þjáfari Gróttu við fréttaritara um leikinn er Grótta og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Vivaldivellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

Gróttumenn lágu í vörn nánast allann leikinn og gerðu það vel ef frá eru taldar nokkrar skyndisóknir sem liðið fékk. Gústi hefði að sjálfsögðu viljað sjá menn halda aðeins lengur út.

„Auðvitað. Þú vilt alltaf fá þrjú stig en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og miðað við færi þá er sanngjarnt 1-1. Það skiptir ekki alltaf máli hverjir eru með boltann VIð vörðumst með 11 menn fyrir aftan boltann yfirleitt og gáfum lítið af færum á okkur.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítaspyrnu í leiknum og eru margir á þeirri skoðun að þeir hafi verið snuðaðir um slíka í allavega tvígang. Hvernig horfði það víð Ágústi?

„Ég mæli með að þið kíkjið á síðasta leik þar sem við áttum að fá einhver víti. Þetta jafnast yfirleitt út.“

Kieran Mcgrath fékk tækifæri í byrjunarliði Gróttu í dag í stað Pétur Theodórs Árnasonar. Var Ágúst fyrst og fremst að hugsa um að dreifa álaginu með því?

„Bara leikjaálag ekkert öðruvísi, að hvíla menn. Við erum með stóran hóp og það er gott.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner