Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 23. september 2020 23:25
Birna Rún Erlendsdóttir
Magnús Örn: Við fengum það út úr leiknum sem við lögðum í hann
Augnablik vann Gróttu 5-1 í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Kvenaboltinn
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara miður mín, það eru svona tilfinningar sem koma fyrst upp í hugann svona fljótlega eftir leik.“ sagði Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu, eftir 5-1 tap á móti Augnablik í Lengjudeild kvenna í kvöld. 

Lestu um leikinn: Augnablik 5 -  1 Grótta

Gróttu liðið var 1-0 yfir þegar gengið var til hálfleiks en þegar flautað var til leiksloka var staðan 5-1 fyrir Augnablik. 

„Við fengum það út úr leiknum sem við lögðum í hann. Jú, fyrri hálfleikur var augljóslega talsvert betri en þá var Augnabliks liðið líka langt frá sínu besta. Þær eru ofboðslega vel spilandi og fljótar fram og það er eitthvað sem við vissum.“

„Við ætluðum aðallega bara reyna að spila miklu betri fótbolta og vera miklu ákveðnari varnarlega, það er að vera ekki alltaf bara í eitthverjum reddingum, heldur að vinna hlutina svolítið fyrirfram og vera meira á þeirra helming.“


Í síðustu fimm leikjum sem Grótta hefur spilað hefur liðið tapað fjórum leikjum og gert eitt jafntefli. Magnús Örn segir þetta áhyggjuefni þjálfara. 

„Já, þetta er tvennt í þessu, keppnisíþróttir í meistaraflokki snúast um að miklu leyti að vinna og tapa en svo ertu líka að horfa á aðra hluti. Við erum með tiltölulega ungt lið og hvernig er það að þróast og hvernig eru framfarirnar og annað. Það er andlega leiðinlegt og erfitt að ná í svona ótrúlega fá stig. Frammistaðan er búin að vera svona kanski sveiflukennt.“

Næsti leikur hjá Gróttu er á móti Völsung á Laugardaginn og segir Magnús að liðið sitt þarf að mæta mun sterkari andlega inn í þann leik. 

„Það er bara mjög einfalt. Við þurfum sem heild að mæta miklu sterkari andlega inn í þann leik. Þurfum að leggja okkur meira fram og ákveðnari.“ 


Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan. 
Athugasemdir