Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. janúar 2020 13:12
Magnús Már Einarsson
Sky tók Pennant úr útsendingu - Var hann drukkinn?
Mynd: Getty Images
Jermaine Pennant, fyrrum leikmaður Liverpool og Arsenal, virtist vera drukkinn þegar hann tók þátt í umræðum á Sky Sports í morgun.

Hinn 37 ára gamli Pennant átti erfitt með að koma orðum út úr sér og hann endurtók sömu orðin í sífellu í umræðum um Romelu Lukaku.

Nokkrir aðilar voru að taka þátt í umræðum um ýmis mál í fótboltanum en eftir auglýsingahlé var Pennant ekki lengur í stúdíóinu heldur var David Reed hjá Sky kominn í hans stað.

„Frammistaða hans í beinni stóðst ekki kröfur okkar," sagði talsmaður Sky Sports við Daily Mail.

Pennant hefur þrívegis verið tekinn drukkinn undir stýri en hann var meðal annars dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur árið 2005.

Pennant er 37 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna árið 2017 eftir langan og litríkan feril.
Athugasemdir
banner
banner
banner