sun 24. janúar 2021 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Var í 45 mínútur eftir æfingu að æfa aukaspyrnur
Bruno Fernandes og Solskjær.
Bruno Fernandes og Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var kampakátur eftir 3-2 sigur gegn Liverpool í enska bikarnum í kvöld.

Man Utd lenti undir á 18. mínútu en svaraði því vel og var staðan 1-1 í hálfleik. Marcus Rashford kom Man Utd snemma í seinni hálfleik en Mohamed Salah jafnaði metin aftur fyrir Liverpool. Á 78. mínútu skoraði varamaðurinn Bruno Fernandes sigurmarkið beint úr aukaspyrnu.

„Stórkostlegt. Viðbrögðin við því að lenda undir voru mjög góð. Við spiluðum mjög vel og skoruðum góð mörk. Við urðum að verjast vel og undir lok leiksins komu upp hættuleg augnablik en við náðum að bægja hættunni frá," sagði Solskjær eftir leikinn.

„Sigurmarkið var frábært, góð aukaspyrna. Hann (Bruno Fernandes) var í 45 mínútur eftir æfingu í gær að æfa aukaspyrnur og ég var viss um að hann gæti skorað úr einni ef hann myndi fá tækifæri. Hann er aldrei ánægður þegar ég þarf að segja honum að fara inn eftir æfingar þegar við eigum leik daginn eftir."

Mason Greenwood, sem skoraði fyrsta mark United, haltraði af vellinum. „Hnéð var að trufla hann og hannf fer í skoðun á morgun," sagði Solskjær um það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner