Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 24. febrúar 2020 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander-Arnold segir hungrið mikið „að vinna alla leiki"
Mynd: Getty Images
„Okkur fannst við vera með yfirburði, en svona er fótbolti," sagði Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, eftir 3-2 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool lenti 2-1 undir, en kom til baka og vann 3-2. Alexander-Arnold lagði upp tvö mörk, þar á meðal sigurmarkið fyrir Sadio Mane.

„Við leyfðum þeim að fá tvö eða þrjú færi. Þeir fengu sín bestu færi úr föstum leikatriðum og það er eitthvað sem við verðum að skoða," sagði bakvörðurinn hæfileikaríki.

„Við erum ánægðir með sigurinn, það er aðalatriðið, en það er margt sem við verðum að laga. Stuðningsmennirnir voru ótrúlegir, þeir stóðu við bakið á okkur, sérstaklega þegar við lentum undir. Fyrir okkur skipti það miklu máli."

„Við reyndum bara að halda áfram, það er hugarfarið sem stjórinn vill að við höfum. Það borgaði sig á endanum."

Það er aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool tryggir sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár, liðið hefur unnið 26 af 27 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Það er hungur hjá öllum að ná eins miklum árangri og hægt er, að vinna alla leiki sem við förum inn í. Við viljum vinna allt sem við getum," sagði Alexander-Arnold.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner