Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 24. febrúar 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Gátum ekki nælt í framherja í vetur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Manchester United tekur á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun og verður án Rasmus Höjlund í fremstu víglínu eftir að Daninn ungi meiddist.

Höjlund missir af næstu vikum vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu, en hann var búinn að skora sjö mörk og gefa tvær stoðsendingar í síðustu sex leikjum áður en hann meiddist.

Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, var spurður hvers vegna félagið krækti ekki í nýjan framherja í janúarglugganum. Anthony Martial fór í aðgerð og verður frá keppni þar til í apríl og því var Höjlund eini liðtæki framherjinn í leikmannahópi Rauðu djöflanna, þar til hann meiddist.

„Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að finna framherja sem hentar liðinu. Martial gerði frábæra hluti fyrir okkur á síðustu leiktíð en hann er líka á háum launum sem skilja ekki svigrúm eftir til að fjárfesta í nýjum leikmanni sem spilar sömu stöðu," svaraði Ten Hag á fréttamannafundi í gær.

„Ég vildi næla í framherja eftir að Martial meiddist en framherjar eru ekki ódýrir. Við gátum ekki krækt í framherja ef við vildum vera öruggir að standast háttvísisreglur ensku úrvalsdeildarinnar. Það er mikil vöntun á framherjum í dag og þess vegna erum við himinlifandi með að hafa krækt í Rasmus Höjlund."

Höjlund er kominn með 13 mörk á tímabilinu og er markahæsti leikmaður Man Utd. Miðjumaðurinn Scott McTominay er næstmarkahæstur með 8 mörk.

Rauðu djöflarnir eru að glíma við meiðslavandræði í varnarlínunni hjá sér þar sem Luke Shaw, Lisandro Martinez, Tyrell Malacia og Aaron Wan-Bissaka eru allir meiddir, ásamt miðjumanninum sóknarsinnaða Mason Mount.

Miklar líkur eru á því að Marcus Rashford byrji sem fremsti sóknarmaður Man Utd gegn Fulham.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner