Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   fös 24. mars 2023 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Hildur, María og Brynjólfur í sigurliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru báðar í byrjunarliði Fortuna Sittard sem lagði Excelsior að velli í efstu deild hollenska boltans.


Hvorug komst á blað en lokatölur urðu 3-1 fyrir Sittard sem situr í þriðja sæti, átta stigum frá Meistaradeildarsæti.

Guðrún Arnardóttir var þá í byrjunarliði Rosengård sem byrjar nýtt deildartímabil í Svíþjóð á jafnteflisleik gegn Piteå.

Fortuna Sittard 3 - 1 Excelsior

Rosengård 1 - 1 Piteå 

Í karlaboltanum voru tveir æfingaleikir sem fóru fram. Þar var Brynjólfur Darri Willumsson í byrjunarliði Kristiansund sem vann þægilegan 4-1 sigur á Viking.

Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í hóp hjá Viking þar sem hann er með A-landsliði karla í undankeppni fyrir næsta Evrópumót.

Að lokum var Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliði Elfsborg sem gerði markalaust jafntefli við Halmstad.

Kristiansund 4 - 1 Viking

Halmstad 0 - 0 Elfsborg


Athugasemdir
banner
banner
banner