Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mið 24. apríl 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Dulin skilaboð frá eiginkonu Thiago Silva
Mynd: EPA
Belle Silva, eiginkona brasilíska varnarmannsins Thiago Silva, birti undarleg skilaboð á samfélagsmiðlinum X eftir 5-0 tap Chelsea gegn Arsenal í gær.

Eiginkona hans hefur verið dugleg við að styðja við bakið á Thiago á ferlinum.

Hún hefur oft tekið þátt í líflegum umræðum um fótbolta og sýnir atvinnu hans mikinn áhuga.

Stundum þykja færslur hennar umdeildar eins og eftir að Chelsea lenti 4-2 undir á móti Úlfunum, en þá sagði hún að það væri kominn tími á breytingar og ef hann myndi bíða lengur þá væri það um seinan.

Í þetta sinn birti hún lyndistákn af þremur öpum og má tengja það við að Thiago var skipt inn á í stöðunni 5-0 fyrir Arsenal.

Varnarmaðurinn er 39 ára gamall og spilaði 90 mínútur gegn sterku liði Manchester City í undanúrslitum bikarsins um helgina, en byrjaði á bekknum í þessum mikilvæga leik.

Hann mun yfirgefa Chelsea í sumar og halda aftur til heimalandsins en hann mun væntanlega ganga í raðir uppeldisfélagsins, Fluminense.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner