Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. maí 2022 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel fær 200 milljónir punda í leikmannakaup
Thomas Tuchel klappar fyrir þessum fréttum
Thomas Tuchel klappar fyrir þessum fréttum
Mynd: EPA
Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, ætlar að leyfa Thomas Tuchel að ráðast í stórframkvæmdir á leikmannahópnum í sumar og gefa honum 200 milljónir punda í leikmannakaup en þetta kemur fram í Times.

Enska úrvalsdeildin samþykkti kaup Boehly á Chelsea fyrr í kvöld en hann kaupir félagið af rússneska auðkýfingnum, Roman Abramovich, fyrir 4,25 milljarða punda.

Chelsea hefur ekki getað keypt né selt leikmenn síðustu mánuði vegna tengsla Abramovich við Vladímír Pútín, forseta Rússland og voru allar eignir hans á Bretlandseyjum frystar. Þá gat félagið ekki selt miða á heimaleiki eða framlengt samninga við leikmenn félagsins.

Abramovich neyddist því til að setja Chelsea á sölu. Tilboð Boehly var með besta tilboðið og á nú aðeins eftir að ganga frá nokkrum smátriðum áður en kaupin verða staðfest.

Times og Telegraph greina frá því í kvöld að Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, fái 200 milljónir punda í leikmannakaup.

Það er ljóst að hann fer beint í það að kaupa varnarmenn en þeir Antonio Rüdiger, Cesar Azpilicueta, Marcos Alonso og Andreas Christensen munu allir yfirgefa félagið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner