Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 24. ágúst 2019 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Árni: Sýnum að við erum mjög gott lið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stefán Árni Geirsson skoraði jöfnunarmark Leiknis þegar liðið mætti Þór í Inkasso-deildinni í dag.

Leikurinn endaði 1-1, en Stefán Árni jafnaði fyrir 10 leikmenn Leiknis gegn 11 leikmönnum Þórs. Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið í stöðunni 1-0 fyrir Þór í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

„Mér fannst við mikið betri heilt yfir. Það var leiðinlegt að fá á okkur markið, en það sló okkur ekki út af laginu. Við fáum svo þetta rauða spjald, en við sýnum enn að við erum mjög gott lið. Við vorum líklegri allan tímann," sagði Stefán.

Hann trúði því ekki þegar rauða spjaldið fór á loft.

„Ég var bara að hugsa um hvort hann væri að fara að fá gult spjald. Ég átti aldrei von á rauðu spjaldi. Mér skilst að aðstoðardómarinn hafi ákveðið rauða spjaldið. Ég botna ekki í því, en við héldum bara áfram. Svona er þetta stundum í fótbolta."

Um markið sagði hann: „Ég fæ boltann og skýt og vona það besta. Ég skýt ekki nægilega mikið á markið. Þú verður að skjóta til þess að skora og það heppnaðist núna."

Stefán er á láni hjá Leikni frá KR. Honum hefur liðið vel í Breiðholtinu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner