Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 24. ágúst 2019 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Árni: Sýnum að við erum mjög gott lið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stefán Árni Geirsson skoraði jöfnunarmark Leiknis þegar liðið mætti Þór í Inkasso-deildinni í dag.

Leikurinn endaði 1-1, en Stefán Árni jafnaði fyrir 10 leikmenn Leiknis gegn 11 leikmönnum Þórs. Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið í stöðunni 1-0 fyrir Þór í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

„Mér fannst við mikið betri heilt yfir. Það var leiðinlegt að fá á okkur markið, en það sló okkur ekki út af laginu. Við fáum svo þetta rauða spjald, en við sýnum enn að við erum mjög gott lið. Við vorum líklegri allan tímann," sagði Stefán.

Hann trúði því ekki þegar rauða spjaldið fór á loft.

„Ég var bara að hugsa um hvort hann væri að fara að fá gult spjald. Ég átti aldrei von á rauðu spjaldi. Mér skilst að aðstoðardómarinn hafi ákveðið rauða spjaldið. Ég botna ekki í því, en við héldum bara áfram. Svona er þetta stundum í fótbolta."

Um markið sagði hann: „Ég fæ boltann og skýt og vona það besta. Ég skýt ekki nægilega mikið á markið. Þú verður að skjóta til þess að skora og það heppnaðist núna."

Stefán er á láni hjá Leikni frá KR. Honum hefur liðið vel í Breiðholtinu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner