Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 24. september 2020 21:43
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Mætum fullir sjálfstraust og tilhlökkunar á Hlíðarenda
Halldór Árnason ásamt Óskari Hrafni
Halldór Árnason ásamt Óskari Hrafni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað bara gleði að ná að landa þessum sigri eftir nokkra leiki í röð sem við gætum vilja fá meira út úr og vorum ekkert ósáttir með frammistöðuna en náum að einhverneigin að þétta í 90. mínútna frammistöðu í dag og ég er hriklega ánægður með það að það skili sér í þremur stigum." voru fyrstu viðbrögð Halldórs Árnasonar þjálfara Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Breiðablik hefur tapað þremur leikjum fyrir leikinn í kvöld og einhverjir hafa gagnrýnt leikstílinn sem Breiðablik hefur verið að spila. Breiðablik byrjaði í 4-3-3 í dag en skipti svo aftur um leikkerfi. Hvernig fannst Halldóri þessi leikkerfi ganga?

„Mér fannst þau ganga bæði mjög vel. Fannst við í seinni hálfleik eftir að við breyttum að við náðum að teygja á Stjörnumönnum og halda boltanum vel, þannig breytingin gékk vel og á sama skapi fannst mér fyrri hálfleikurinn spilast vel."

Breiðablik náði gríðarlega mikilvægum þremur stigum í toppbaráttunni og liðið mætir Valsmönnum í næstu umferð. Hvernig lýst Halldóri á það verkefni?

„Bara mjög vel. Við erum þrátt fyrir kannski ekkert frábæra stigasöfnun í leikjunum tveimur á undan en þessum, þá höfum við verið ánægðir með ýmislegt í leik okkar, það hefur kannski vantað að vera aðeins skarpari fyrir framan markið og aðeins sterkari að verjast í okkar vítateig þannig við getum ekki verið annað en bjartsýnir fyrir Valsleikinn. Valur er auðvitað búnir að spila hrikalega vel og eru búnir að ná ansi góðri forystu í þessu móti en við mætum fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar á Hlíðarenda."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir