 
        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Keflavík vann býsna mikilvægan sigur upp á það komast upp í Pepsi Max-deildina í dag.
Keflavík hafði betur gegn Haukum í toppbaráttuslag og er núna stigum á undan Hafnarfjarðarfélaginu þegar þrjár umferðir eru eftir.
                
                                    Keflavík hafði betur gegn Haukum í toppbaráttuslag og er núna stigum á undan Hafnarfjarðarfélaginu þegar þrjár umferðir eru eftir.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 0 Haukar
„Við erum vissulega í mjög góðri stöðu en það er ekkert í höfn enn þá. Það eru erftir þrír leikir að spila," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 1-0 sigur á Haukum.
„Við komum okkur í góða stöðu í dag en það eru þrír hörkuleikir eftir."
Keflavík og Haukar munu mætast aftur í lokaumferð deildarinnar.
„Þetta eru hörkulið og það var vel tekist á hér í dag. Bæði lið gáfu allt í leikinn og við náðum að koma inn einu marki. Þær voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var mikil barátta og mikill barningur út á velli," sagði Gunnar.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        



















 
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

