Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   lau 24. september 2022 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander eftir fallið: Veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson.
Alexander Aron Davorsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fagnar marki.
Afturelding fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mun ekki leika áfram í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir 1-2 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals.

„Ég vil byrja á að óska Val til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Þær eru vel að þessu komnar, besta liðið á landinu," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn - eftir að ljóst er að fall sé niðurstaðan.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Afturelding tókst að gefa toppliðinu alvöru leik í dag. „Við erum búnar að lenda í ákveðnu mótlæti í sumar en ef maður lendir ekki í mótlæti þá nærðu aldrei árangri. Núna erum við með tímabil á bakinu þar sem allt gekk á afturfótunum og núna er það upp með hausinn og að halda áfram."

Alexander hefur talað um það að hann gæti skrifað bók um það sem gekk á hjá liðinu í sumar, en það hefur til að mynda verið mikið um meiðsli. Er hann farinn að hugsa um það hvenær hann ætlar að gefa út þessa bók?

„Það eru nokkrir búnir að hafa samband um að taka einhverja þætti en ég hef sagt nei því það yrði ekkert skemmtilegt, það yrði bara sorglegt. Við viljum frekar gera skemmtiefni í Mosfellsbænum, en ekki einhverja sorgarmynd. Ég er ánægður með það hvernig hugarfarið hjá leikmönnum er og hvernig við nálgumst öll verkefni. Það er mikið hrós til þeirra."

Verður hann áfram með liðið?

„Þessi tvö ár hafa gefið mér persónulega mikinn skóla. Ég er bara þannig maður að ég veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun. Ég þarf að vakna á morgun og hugsa hvað ég er að gera þá. Ég er ekkert farinn að hugsa um það," sagði Alexander.
Athugasemdir
banner
banner