Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 24. september 2022 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander eftir fallið: Veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson.
Alexander Aron Davorsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fagnar marki.
Afturelding fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mun ekki leika áfram í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir 1-2 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals.

„Ég vil byrja á að óska Val til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Þær eru vel að þessu komnar, besta liðið á landinu," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn - eftir að ljóst er að fall sé niðurstaðan.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Afturelding tókst að gefa toppliðinu alvöru leik í dag. „Við erum búnar að lenda í ákveðnu mótlæti í sumar en ef maður lendir ekki í mótlæti þá nærðu aldrei árangri. Núna erum við með tímabil á bakinu þar sem allt gekk á afturfótunum og núna er það upp með hausinn og að halda áfram."

Alexander hefur talað um það að hann gæti skrifað bók um það sem gekk á hjá liðinu í sumar, en það hefur til að mynda verið mikið um meiðsli. Er hann farinn að hugsa um það hvenær hann ætlar að gefa út þessa bók?

„Það eru nokkrir búnir að hafa samband um að taka einhverja þætti en ég hef sagt nei því það yrði ekkert skemmtilegt, það yrði bara sorglegt. Við viljum frekar gera skemmtiefni í Mosfellsbænum, en ekki einhverja sorgarmynd. Ég er ánægður með það hvernig hugarfarið hjá leikmönnum er og hvernig við nálgumst öll verkefni. Það er mikið hrós til þeirra."

Verður hann áfram með liðið?

„Þessi tvö ár hafa gefið mér persónulega mikinn skóla. Ég er bara þannig maður að ég veit ekki einu sinni hvað er að gerast á morgun. Ég þarf að vakna á morgun og hugsa hvað ég er að gera þá. Ég er ekkert farinn að hugsa um það," sagði Alexander.
Athugasemdir
banner
banner