Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   lau 25. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Barcelona heimsækir Valencia
Spænski boltinn byrjar að rúlla í hádeginu þegar botnlið Espanyol tekur á móti Athletic Bilbao í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Espanyol vann frækinn sigur á útivelli gegn Villarreal í síðustu umferð og þarf annan sigur til að rífa sig úr botnsætinu. Bilbao er aftur á móti í harðri Evrópubaráttu en þó aðeins búið að ná sér í fjögur stig úr síðustu fimm leikjum.

Stórleikur helgarinnar hefst klukkan 15:00 þegar Valencia tekur á móti toppliði Barcelona. Þetta verður þriðji leikur Quique Setien við stjórnvölinn hjá Barca eftir sigra gegn Granada og Ibiza í fyrstu tveimur.

Valencia er fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti sem stendur á meðan Börsungar þurfa sigur enda í harðri toppbaráttu við Real Madrid þessa stundina. Stórveldin eru jöfn með 43 stig eftir 20 umferðir.

Alaves og Villarreal eigast svo við áður en Sevilla tekur á móti Granada í síðasta leik kvöldsins.

Sevilla er í fjórða sæti og getur reynt að brúa bilið milli sín og toppliðanna með sigri. Granada er búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum og er fjórum stigum frá Evrópusæti.

Leikir dagsins:
12:00 Espanyol - Athletic Bilbao (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Valencia - Barcelona (Stöð 2 Sport 3)
17:30 Alaves - Villarreal
20:00 Sevilla - Granada (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
9 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
14 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner