mið 25. mars 2020 18:30
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Barcelona í viðræðum um 70% launalækkun
Spánarmeistarar Barcelona.
Spánarmeistarar Barcelona.
Mynd: Getty Images
Barcelona er í viðræðum um allt að 70% launalækkun til leikmanna sinna á meðan kórónaveiran lamar fótboltann á Spáni.

Leikmenn eru sagðir vera móttækilegir fyrir því að taka á sig launalækkun á meðan ástandið er svona en ekki hefur verið gert samkomulag.

Launaskerðingin ætti þá líka við starfsfólk hjá félaginu en búist er við því að fleiri félög á Spáni fylgi í kjölfarið.

Hugmyndin er að um leið og boltinn byrjar aftur að rúlla fari leikmenn að fá 100% af sömdum launum.

Barcelona telur sig ekki geta staðið við allar skuldbindingar sínar ef tímabilið klárast ekki.

Leeds er meðal félaga í Championship-deildinni ensku sem hafa rætt við leikmenn sína um að taka á sig launaskerðingu og þá hafa leikmenn í bestu liðum Þýskalands samþykkt að lækka í launum.
Athugasemdir
banner
banner
banner