Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 25. mars 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neuer: Auðveldara fyrir okkur að taka launalækkun
Mynd: Getty Images
Leikmenn FC Bayern hafa samþykkt að taka á sig launalækkun þar til knattspyrna hefst að nýju.

Þetta gera þeir til að koma til móts við félagið sem mun eiga erfitt með að greiða öllum starfsmönnum sínum næstu mánuði.

Með þessari aðgerð mun enginn starfsmaður Bayern missa starf sitt eða missa af launagreiðslu á erfiðum tímum.

„FC Bayern er með um 1000 starfsmenn í vinnu auk margra hlutastarfsmanna. Sem lið þá viljum við hjálpa öðru starfsfólki hjá félaginu með því að taka á okkur launalækkun sem leikmenn," sagði Neuer.

„Við atvinnumenn búum við sérstök forréttindi og auðveldara fyrir okkur en aðra að taka launalækkun á erfiðum tímum."

Leikmenn Bayern hafa verið sérstaklega duglegir við að leggja heilbrigðisyfirvöldum lið og hafa samanlagt gefið næstum þrjár milljónir evra í baráttunni gegn COVID-19.
Athugasemdir
banner
banner