Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. júlí 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oliver: Ég vil vera besti miðjumaðurinn hérna
Oliver er farinn til Noregs.
Oliver er farinn til Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag samdi Oliver Sigurjónsson við norska liðið Bodö/Glimt.

Hann gekkst undir læknisskoðun í Noregi og skrifaði síðan undir þriggja ára samning við sitt nýja félag.

Hinn 22 ára gamli Oliver hefur undanfarin ár spilað með Breiðabliki, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum í sumar.

Hann er ánægður með að vera kominn til Bodö/Glimt.

„Það er gott skref fyrir mig að koma hingað. Ég vil halda áfram að bæta mig sem leikmaður og vil hjálpa mínu nýja liði. Ég er mjög ánægður," sagði Oliver við heimasíðu félagsins.

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, spilaði með liðinu á síðasta tímabili og Oliver ræddi við hann.

„Ég talaði við Hannes og hann sagði mér að leikvangurinn væri flottur og að þetta væri róleg borg. Hann sagði við mig að það væri gott fólk hérna, en ég hafði líka heyrt æfingarngar, að þær séu erfiðar, og að unglingastarfið sé gott."

„Ég veit að það er gott unglingastarf hérna, alveg eins og heima í Breiðabliki," sagði Oliver.

Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni í fyrra en það er með sex stig forskot í norsku B-deildinni í augnablikinu.

„Ég vil hjálpa liðinu að komast í efstu deild. Ég vil vera besti
miðjumaðurinn hérna eftir nokkur ár. Þessi borg mun aftur eignast lið í efstu deild,"
sagði Oliver að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner