Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 25. júlí 2021 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Arnar hefur ekkert út á Dodda að setja: Ég klappaði fyrir þessu marki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert út á Dodda að setja í marki Olivers
Ekkert út á Dodda að setja í marki Olivers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega sáttur, erfiður leikur. Mér fannst við leggja grunninn að sigrinum með mjög sterkum fyrri hálfleik þar sem mér fannst við vera mjög flottir. Þeir skoruðu stórkostlegt mark og ekkert við því að gera, engum að kenna. Við héldum áfram, létum boltann ganga mjög vel og ég fann að Stjarnan voru orðnir svolítið þreyttir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Hrósar Stjörnumönnum
„Svo gengum við frá leiknum í byrjun seinni hálfleiks með tveim góðum mörkum á tuttugu mínútna kafla. Eini down-kaflinn kannski, við hefðum átt að nýta möguleikana sem voru í boði. En þvílíkt credit á Stjörnuna, þeir missti félaga sinn út af í mjög slæm meiðsli. Það hefur örugglega sjokkerað þá vel og þeir sýndu gríðarlegan karakter að koma til baka. Manni leið ekkert sérstaklega vel síðustu tvær, þrjár mínúturnar," sagði Arnar. Stjarnan minnkaði muninn í uppbótartíma og þá munaði einungis einu marki á liðunum.

Klappaði fyrir marki Olivers
Arnar sagði áðan að fyrra mark Stjörnunnar, markið sem Oliver Haurits skoraði með skoti fyrir aftan miðju, hefði ekki verið neinum að kenna en einhverjum finnst kannski Þórður hafa verið of framarlega. Arnar var spurður hvort hann hefði verið ósáttur við Dodda í því atviki.

„Nei, alls ekki. Ég sagði við hann í hálfleik að ég hefði ekkert út á þetta að setja, frábært mark. Ég klappaði fyrir þessu marki, mér fannst þetta flott mark, mjög vel gert og ekkert út á Dodda að setja."

Synd að fleiri áhorfendur fá ekki að njóta
Hvað gera þessi þrjú stig?

„Þetta er svo töff deild, það má ekkert misstíga sig. Baráttan heldur áfram, hún er við Val núna. Núna er það Valur og Víkingur, í næstu umferð verða kannski önnur lið sem blanda sér í þetta. Þetta er svo geggjað og það er fullt af flottum leikjum eftir. Stórleikur okkar og Blika í næstu umferð, Valur á eftir að mæta Blikum, Valur á eftir að mæta við KR og við eigum eftir að spila við KR. KR er að læðast þarna líka. Mér finnst þetta geggjað, mér finnst líka fótboltinn verða betri og betri og betri. Það er synd að fleiri áhorfendur fá ekki að njóta þess," sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann tjáir sig þar um Nikolaj Hansen, Helga Guðjónsson, Kristal Mána Ingason og Pablo Punyed. Að lokum tjáði hann sig um félagaskiptagluggann.
Athugasemdir