Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 25. júlí 2021 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Arnar hefur ekkert út á Dodda að setja: Ég klappaði fyrir þessu marki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert út á Dodda að setja í marki Olivers
Ekkert út á Dodda að setja í marki Olivers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega sáttur, erfiður leikur. Mér fannst við leggja grunninn að sigrinum með mjög sterkum fyrri hálfleik þar sem mér fannst við vera mjög flottir. Þeir skoruðu stórkostlegt mark og ekkert við því að gera, engum að kenna. Við héldum áfram, létum boltann ganga mjög vel og ég fann að Stjarnan voru orðnir svolítið þreyttir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Hrósar Stjörnumönnum
„Svo gengum við frá leiknum í byrjun seinni hálfleiks með tveim góðum mörkum á tuttugu mínútna kafla. Eini down-kaflinn kannski, við hefðum átt að nýta möguleikana sem voru í boði. En þvílíkt credit á Stjörnuna, þeir missti félaga sinn út af í mjög slæm meiðsli. Það hefur örugglega sjokkerað þá vel og þeir sýndu gríðarlegan karakter að koma til baka. Manni leið ekkert sérstaklega vel síðustu tvær, þrjár mínúturnar," sagði Arnar. Stjarnan minnkaði muninn í uppbótartíma og þá munaði einungis einu marki á liðunum.

Klappaði fyrir marki Olivers
Arnar sagði áðan að fyrra mark Stjörnunnar, markið sem Oliver Haurits skoraði með skoti fyrir aftan miðju, hefði ekki verið neinum að kenna en einhverjum finnst kannski Þórður hafa verið of framarlega. Arnar var spurður hvort hann hefði verið ósáttur við Dodda í því atviki.

„Nei, alls ekki. Ég sagði við hann í hálfleik að ég hefði ekkert út á þetta að setja, frábært mark. Ég klappaði fyrir þessu marki, mér fannst þetta flott mark, mjög vel gert og ekkert út á Dodda að setja."

Synd að fleiri áhorfendur fá ekki að njóta
Hvað gera þessi þrjú stig?

„Þetta er svo töff deild, það má ekkert misstíga sig. Baráttan heldur áfram, hún er við Val núna. Núna er það Valur og Víkingur, í næstu umferð verða kannski önnur lið sem blanda sér í þetta. Þetta er svo geggjað og það er fullt af flottum leikjum eftir. Stórleikur okkar og Blika í næstu umferð, Valur á eftir að mæta Blikum, Valur á eftir að mæta við KR og við eigum eftir að spila við KR. KR er að læðast þarna líka. Mér finnst þetta geggjað, mér finnst líka fótboltinn verða betri og betri og betri. Það er synd að fleiri áhorfendur fá ekki að njóta þess," sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann tjáir sig þar um Nikolaj Hansen, Helga Guðjónsson, Kristal Mána Ingason og Pablo Punyed. Að lokum tjáði hann sig um félagaskiptagluggann.
Athugasemdir
banner
banner