Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 25. júlí 2021 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingsvelli
Arnar hefur ekkert út á Dodda að setja: Ég klappaði fyrir þessu marki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert út á Dodda að setja í marki Olivers
Ekkert út á Dodda að setja í marki Olivers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega sáttur, erfiður leikur. Mér fannst við leggja grunninn að sigrinum með mjög sterkum fyrri hálfleik þar sem mér fannst við vera mjög flottir. Þeir skoruðu stórkostlegt mark og ekkert við því að gera, engum að kenna. Við héldum áfram, létum boltann ganga mjög vel og ég fann að Stjarnan voru orðnir svolítið þreyttir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Hrósar Stjörnumönnum
„Svo gengum við frá leiknum í byrjun seinni hálfleiks með tveim góðum mörkum á tuttugu mínútna kafla. Eini down-kaflinn kannski, við hefðum átt að nýta möguleikana sem voru í boði. En þvílíkt credit á Stjörnuna, þeir missti félaga sinn út af í mjög slæm meiðsli. Það hefur örugglega sjokkerað þá vel og þeir sýndu gríðarlegan karakter að koma til baka. Manni leið ekkert sérstaklega vel síðustu tvær, þrjár mínúturnar," sagði Arnar. Stjarnan minnkaði muninn í uppbótartíma og þá munaði einungis einu marki á liðunum.

Klappaði fyrir marki Olivers
Arnar sagði áðan að fyrra mark Stjörnunnar, markið sem Oliver Haurits skoraði með skoti fyrir aftan miðju, hefði ekki verið neinum að kenna en einhverjum finnst kannski Þórður hafa verið of framarlega. Arnar var spurður hvort hann hefði verið ósáttur við Dodda í því atviki.

„Nei, alls ekki. Ég sagði við hann í hálfleik að ég hefði ekkert út á þetta að setja, frábært mark. Ég klappaði fyrir þessu marki, mér fannst þetta flott mark, mjög vel gert og ekkert út á Dodda að setja."

Synd að fleiri áhorfendur fá ekki að njóta
Hvað gera þessi þrjú stig?

„Þetta er svo töff deild, það má ekkert misstíga sig. Baráttan heldur áfram, hún er við Val núna. Núna er það Valur og Víkingur, í næstu umferð verða kannski önnur lið sem blanda sér í þetta. Þetta er svo geggjað og það er fullt af flottum leikjum eftir. Stórleikur okkar og Blika í næstu umferð, Valur á eftir að mæta Blikum, Valur á eftir að mæta við KR og við eigum eftir að spila við KR. KR er að læðast þarna líka. Mér finnst þetta geggjað, mér finnst líka fótboltinn verða betri og betri og betri. Það er synd að fleiri áhorfendur fá ekki að njóta þess," sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann tjáir sig þar um Nikolaj Hansen, Helga Guðjónsson, Kristal Mána Ingason og Pablo Punyed. Að lokum tjáði hann sig um félagaskiptagluggann.
Athugasemdir