
Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Piteå á útivelli gegn Kalmar í sænska boltanum í dag og skoraði hún eina mark leiksins.
Hlín gerði markið í upphafi síðari hálfleiks og er hún komin með 9 mörk í 21 leik á tímabilinu.
Piteå er á góðu skriði og siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir af leiktíðinni. Liðið er með 36 stig eftir 21 umferð, tíu stigum frá Evrópusæti.
Kalmar 0 - 1 Piteå
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('54)
Berglind Rós Ágústsdóttir er þá á góðu skriði með Örebro og skoraði í þriðja leiknum í röð þar sem hún er byrjuð að spila talsvert ofar á vellinum.
Hún er bakvörður að upplagi en var færð upp á kant fyrir nokkrum vikum og tókst að skora í afar sannfærandi sigri gegn Kalmar. Hún endurtók leikinn í næsta stórsigri gegn AIK þar sem hún lagði líka upp og í dag setti hún þriðja markið í 1-3 sigri á útivelli gegn Umeå.
Þetta var þriðji sigur Örebro í röð og er liðið um miðja deild með 30 stig.
Umeå 1 - 3 Örebro
1-0 V. Koivisto ('9)
1-1 M. Kovacs ('12)
1-2 H. Kollanen ('36)
1-3 Berglind Rós Ágústsdóttir ('43)
Glódís Perla Viggósdóttir lék þá allan leikinn í sigri FC Bayern gegn Werder Bremen. Bæjarar eru með fjögur stig eftir að hafa gert jafntefli við Eintracht Frankfurt í fyrstu umferð.
Giulia Gwinn, Jovana Damnjanovic og Linda Dallmann sáu um markaskorun stórveldisins.
Anna Björk Kristjánsdóttir var að lokum í liði Inter sem lagði Sampdoria að velli á Ítalíu.
Tatiana Bonetti og Tabita Chawinga sáu um markaskorunina fyrir Inter sem er á toppi deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Sampdoria er í öðru sæti ásamt Roma og Fiorentina, með níu stig.
Bayern 3 - 0 Werder Bremen
1-0 Giulia Gwinn ('45)
2-0 Jovana Damnjanovic ('86)
3-0 Linda Dallmann ('90)
Sampdoria 0 - 2 Inter
0-1 Tatiana Bonetti ('62, víti)
0-2 Tabita Chawinga ('63)