Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. nóvember 2021 20:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vináttuleikur: Sveindís Jane sá um Japan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Japan 0 - 2 Ísland
0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('14 )
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('70 )

Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið lék vináttulandsleik gegn Japan í Hollandi í kvöld.

Ísland komst yfir með marki frá Sveindísi Jane Jónsdóttur á 14. mínútu.

„Sveindís með skot úr þröngu færi, varnarmaður japanska liðsins reynir að tækla fyrir boltann en skotið fer framhjá tæklingunni. Boltinn fer nálægt markverði Japans sem ræður ekki við skotið og boltinn hafnar í netinu!," skrifaði Sæbjörn Steinke í beinni textalýsingu leiksins.

Löngu innköst Sveindísar voru hættuleg en skiluðu ekki fleiri mörkum í fyrri hálfleik. Það dróg til tíðinda á 70. mínútu er Glódís Perla átti glæsilega sendingu yfir á hægri til Sveindísar. Sveindís sendi boltann fyrir og Berglind Björg Þorvalsdóttir kom boltanum yfir línuna.

2-0 lokatölur.


Athugasemdir
banner
banner
banner