fös 25. nóvember 2022 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Besti leikmaður Ekvador borinn af velli
Mynd: EPA
Enner Valencia, fyrirliði Ekvador, skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Hollandi í annarri umferð í riðlakeppni HM í Katar í kvöld, en hann gæti misst af lokaleiknum gegn Senegal eftir að hannd meiddist undir lok leiks í kvöld.

Valencia skoraði jöfnunarmarkið í upphafi síðari hálfleiks eftir að Andries Noppert varði skot út í teiginn og var Valencia fljótur að átta sig og skoraði örugglega.

Þetta var þriðja mark hans á mótinu en hann hefur nú skorað síðustu sex mörk landsliðsins á heimsmeistaramóti og er þá mikið sagt.

Hann meiddist undir lok leiks og hélt utan um hné sitt áður en hann var borinn af velli. Ekki er vitað hvort meiðslin séu af alvarlegum toga en það má þó gera ráð fyrir því að hann missi af lokaleiknum í riðlinum gegn Senegal.

Ekvador er með 4 stig og þarf einungis eitt stig til að komast í 16-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner