Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. mars 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Salihamidzic: Ósamræmi í frammistöðum liðsins
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Hasan Salihamidzic, stjórnandi hjá FC Bayern, hefur tjáð sig um brottrekstur Julian Nagelsmann.


Salihamidzic sagði eftir brottreksturinn að þetta hafi verið gríðarlega erfið ákvörðun hjá stjórninni. Hann hafi persónulega átt í góðu sambandi við Nagelsmann og verið svekktur að samstarfið hafi ekki gengið fullkomlega upp. Í gær gaf hann svo frekari útskýringar á ástæðunum á bakvið brottreksturinn.

„Við höfðum trú á Julian Nagelsmann þar til klukkan 23:00 síðasta sunnudag," sagði Salihamidzic. „Við höfðum trú á honum, og von inn á milli, en þegar við vorum ekki lengur sannfærðir urðum við að bregðast við.

„Þetta byrjaði í mars í fyrra þegar við tókum eftir ósamræmi í frammistöðum liðsins. Svo gerðist þetta aftur síðasta september og núna er þetta aftur að gerast, þar sem við höfum aðeins unnið 5 af síðustu 10 deildarleikjunum okkar. Þegar frammistöðuferillinn stefnir hratt niður verður maður að bregðast við. Þetta var ekki auðveld ákvörðun."

Thomas Tuchel, fyrrum þjálfari Borussia Dortmund, PSG og Chelsea tók við af Nagelsmann.

„Við vorum heppnir að finna góðan mann sem var laus til að fylla í skarðið. Við vorum virkilega snöggir að semja við hann."


Athugasemdir
banner