Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 26. maí 2022 17:33
Baldvin Már Borgarsson
Nonni Sveins: Er Einherji ekki heitasta liðið í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þórir Sveinsson, eða Nonni Sveins eins og hann er iðulega kallaður var kampakátur með að vera kominn áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-2 sigur gegn Leikni úr Breiðholti í Safamýrinni í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  2 Leiknir R.

„Svona heilt yfir nokkuð ánægður, duttum aðeins niður í smá værukærð 2-0 yfir og með öll tök á leiknum, eins og gerist stundum þegar maður setur menn inná sem við ætluðum að hvíla fyrir sunnudaginn að þá misstum við taktinn.''

„Fyrirfram hefði maður beðið um að vinna 5-0 og leikurinn búinn eftir 60 mínútur, það hefði verið frábært en maður fær ekki allt í þessu. Við sýndum virkilegan karakter og góða spilamennsku á löngum köflum í leiknum og við erum bara ánægðir með það og að vera í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð.'' - Sagði Nonni aðspurður hvort hann væri svekktur með að hafa misst leikinn í 120 mínútur eftir að hafa verið 2-0 yfir og með góð tök á honum.

En að máli málanna - hvaða lið vill Nonni fá í 16-liða úrslitunum?

„Er ekki Einherji heitasta liðið í dag? Ég held það, ef að Óli (þjálfari FH) fær þá ekki að við fáum Einherja.'' - Sagði Nonni hlægjandi en Einherjamenn komust ekki svona langt í bikarnum þetta árið.

Nonni hélt þá áfram - „Ég veit ekki einu sinni hverjir eru komnir áfram, það skiptir engu máli. Vonandi bara að fá leik upp í Úlfarsárdal, það væri frábært.''

Sjá einnig:
Óli Jó: Ég vill fá Einherja
Athugasemdir
banner
banner