Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 26. maí 2022 17:33
Baldvin Már Borgarsson
Nonni Sveins: Er Einherji ekki heitasta liðið í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þórir Sveinsson, eða Nonni Sveins eins og hann er iðulega kallaður var kampakátur með að vera kominn áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-2 sigur gegn Leikni úr Breiðholti í Safamýrinni í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  2 Leiknir R.

„Svona heilt yfir nokkuð ánægður, duttum aðeins niður í smá værukærð 2-0 yfir og með öll tök á leiknum, eins og gerist stundum þegar maður setur menn inná sem við ætluðum að hvíla fyrir sunnudaginn að þá misstum við taktinn.''

„Fyrirfram hefði maður beðið um að vinna 5-0 og leikurinn búinn eftir 60 mínútur, það hefði verið frábært en maður fær ekki allt í þessu. Við sýndum virkilegan karakter og góða spilamennsku á löngum köflum í leiknum og við erum bara ánægðir með það og að vera í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð.'' - Sagði Nonni aðspurður hvort hann væri svekktur með að hafa misst leikinn í 120 mínútur eftir að hafa verið 2-0 yfir og með góð tök á honum.

En að máli málanna - hvaða lið vill Nonni fá í 16-liða úrslitunum?

„Er ekki Einherji heitasta liðið í dag? Ég held það, ef að Óli (þjálfari FH) fær þá ekki að við fáum Einherja.'' - Sagði Nonni hlægjandi en Einherjamenn komust ekki svona langt í bikarnum þetta árið.

Nonni hélt þá áfram - „Ég veit ekki einu sinni hverjir eru komnir áfram, það skiptir engu máli. Vonandi bara að fá leik upp í Úlfarsárdal, það væri frábært.''

Sjá einnig:
Óli Jó: Ég vill fá Einherja
Athugasemdir