Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fim 26. maí 2022 17:33
Baldvin Már Borgarsson
Nonni Sveins: Er Einherji ekki heitasta liðið í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þórir Sveinsson, eða Nonni Sveins eins og hann er iðulega kallaður var kampakátur með að vera kominn áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-2 sigur gegn Leikni úr Breiðholti í Safamýrinni í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  2 Leiknir R.

„Svona heilt yfir nokkuð ánægður, duttum aðeins niður í smá værukærð 2-0 yfir og með öll tök á leiknum, eins og gerist stundum þegar maður setur menn inná sem við ætluðum að hvíla fyrir sunnudaginn að þá misstum við taktinn.''

„Fyrirfram hefði maður beðið um að vinna 5-0 og leikurinn búinn eftir 60 mínútur, það hefði verið frábært en maður fær ekki allt í þessu. Við sýndum virkilegan karakter og góða spilamennsku á löngum köflum í leiknum og við erum bara ánægðir með það og að vera í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð.'' - Sagði Nonni aðspurður hvort hann væri svekktur með að hafa misst leikinn í 120 mínútur eftir að hafa verið 2-0 yfir og með góð tök á honum.

En að máli málanna - hvaða lið vill Nonni fá í 16-liða úrslitunum?

„Er ekki Einherji heitasta liðið í dag? Ég held það, ef að Óli (þjálfari FH) fær þá ekki að við fáum Einherja.'' - Sagði Nonni hlægjandi en Einherjamenn komust ekki svona langt í bikarnum þetta árið.

Nonni hélt þá áfram - „Ég veit ekki einu sinni hverjir eru komnir áfram, það skiptir engu máli. Vonandi bara að fá leik upp í Úlfarsárdal, það væri frábært.''

Sjá einnig:
Óli Jó: Ég vill fá Einherja
Athugasemdir
banner
banner