Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 26. maí 2022 17:33
Baldvin Már Borgarsson
Nonni Sveins: Er Einherji ekki heitasta liðið í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þórir Sveinsson, eða Nonni Sveins eins og hann er iðulega kallaður var kampakátur með að vera kominn áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-2 sigur gegn Leikni úr Breiðholti í Safamýrinni í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  2 Leiknir R.

„Svona heilt yfir nokkuð ánægður, duttum aðeins niður í smá værukærð 2-0 yfir og með öll tök á leiknum, eins og gerist stundum þegar maður setur menn inná sem við ætluðum að hvíla fyrir sunnudaginn að þá misstum við taktinn.''

„Fyrirfram hefði maður beðið um að vinna 5-0 og leikurinn búinn eftir 60 mínútur, það hefði verið frábært en maður fær ekki allt í þessu. Við sýndum virkilegan karakter og góða spilamennsku á löngum köflum í leiknum og við erum bara ánægðir með það og að vera í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð.'' - Sagði Nonni aðspurður hvort hann væri svekktur með að hafa misst leikinn í 120 mínútur eftir að hafa verið 2-0 yfir og með góð tök á honum.

En að máli málanna - hvaða lið vill Nonni fá í 16-liða úrslitunum?

„Er ekki Einherji heitasta liðið í dag? Ég held það, ef að Óli (þjálfari FH) fær þá ekki að við fáum Einherja.'' - Sagði Nonni hlægjandi en Einherjamenn komust ekki svona langt í bikarnum þetta árið.

Nonni hélt þá áfram - „Ég veit ekki einu sinni hverjir eru komnir áfram, það skiptir engu máli. Vonandi bara að fá leik upp í Úlfarsárdal, það væri frábært.''

Sjá einnig:
Óli Jó: Ég vill fá Einherja
Athugasemdir
banner
banner
banner