Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   sun 26. júlí 2020 19:25
Unnar Jóhannsson
Jóhannes: Ánægður að fá unga stráka inn sem skora
ÍR skoraði fimm mörk í dag.
Jóhannes var sáttur með sína menn í dag.
Jóhannes var sáttur með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Guðlaugsson þjálfari ÍR var að vonum sáttur eftir 5-1 sigur á Völsung í dag.

„Flottur leikur að okkar hálfu. Ánægður að fá unga stráka inn á sem að skora, þetta er í anda þess sem maður vill gera. Skrítinn leikur að mörgu leiti. Þeir skora mark sem mér fannst koma upp úr þurru.“

Var eitthvað í leik Völsungs sem kom á óvart ?
„Nei ekki neitt, við vissum hvernig þeir myndu spila. Við vorum samt sem áður í vandræðum á miðjusvæðinu á stundum en við leystum það ágætlega.“

Í stöðunni 3-1 fengu Völsungar víti sem að fór fórgörðum
„Jújú, ég viðurkenni það alveg það var ekki þægilegt. Við vorum búnir að klúðra tækifæri til að komast í 4-1, settum hann yfir á markteig, það fór um mann þá ég skal viðurkenna það.“

Lestu um leikinn: ÍR 5 -  1 Völsungur

Varamenn ÍR settu mark sitt á leikinn
„Flottir strákar þessir ungu, þeir skora tveir af þeim. Ég er virkilega ánægður með þá, þeir geta alveg sett mark sitt á leiki eins og þeir sýndu í dag. Þeir eru mjög frískir.“

Næsti leikur er á móti Selfossi
„Bara vel, fínt að ná sigri í dag fyrir þann leik. Það verður hörkuleikur.“

Ætla ÍR-ingar að bæta við sig í glugganum
„Ekkert sem er í bígerð en maður veit aldrei. Ekkert sem við vitum um.“

Nánar er rætt við Jóhannes í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner