Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 26. september 2020 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Varnarleikur eins og í 5. flokki
Lengjudeildin
Sú veika von um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári er úti hjá Þór eftir tap gegn Fram.
Sú veika von um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári er úti hjá Þór eftir tap gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað svekktur að tapa, þetta var síðasta hálmstrá okkar að anda í hálsmálið á einhverjum. Fyrri hálfleikurinn fór með þetta í dag, vorum ekki líkir sjálfum okkur. Seinni hálfleikurinn allt annar en það er ekki nóg að spila bara annan hálfleikinn á fullu gasi. Eins og góður maður sagði þá fengum við það út úr þessum leik sem við lögðum í hann," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Fram í dag.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

Þórsarar léku á móti vindi í fyrri hálfeik. Völdu Þórsarar að byrja með vindi?

„Ég viðurkenni að ég hef ekki hugmynd hvort við áttum valið eða ekki. Síðustu tvo leiki höfum við byrjað á móti og það var ekki svoleiðis í dag, hvort sem við höfum valið það eða ekki. Það er ekki stóra ástæðan fyrir þessu við þurfum að spila bæði með og á móti vindi - við ættum að vera orðnir vanir því þar sem þetta var þriðji [vindasami] leikurinn í röð. Við vorum mjög máttlausir með vindinn í bakið í dag. Við rendum að skapa alvöru færi á móti strekkingnum en það tókst ekki. Sanngjarn Framsigur bara."

Framarar skora fyrra markið snemma leiks eftir að hafa verið fljótir að taka innkast hátt uppi á vellinum. Var Palli ósáttur með varnarleikinn í því marki?

„Þetta er eins og í 5. flokki, það talar enginn saman. Það er innkast og hann sendir á frían mann sem labbar nánast inn í manninn og sendir á einn mann sem er umkringdur fimm Þórsurum. Þetta er saga okkar í fyrri hálfleik þar sem við vorum hálf sofandi. Ég þekkti ekki mína menn miðað við hvað maður veit að þeir geta. Að fá svona mark á sig vegna sofandaháttar er stunga í hjarta."

Palli ræðir að lokum um framhaldið, heimavallarárangur, meiðsli leikmanna. Hann segir að Emanuel Nikpalj hafi fengið niðurstöðu úr myndatökum fyrir skemmstu og krossböndin hangi saman á lyginni einni saman. Emy meiddist í leiknum gegn Aftureldingu fyrr í þessum mánuði.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner