Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 26. september 2020 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla: Varnarleikur eins og í 5. flokki
Lengjudeildin
Sú veika von um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári er úti hjá Þór eftir tap gegn Fram.
Sú veika von um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári er úti hjá Þór eftir tap gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað svekktur að tapa, þetta var síðasta hálmstrá okkar að anda í hálsmálið á einhverjum. Fyrri hálfleikurinn fór með þetta í dag, vorum ekki líkir sjálfum okkur. Seinni hálfleikurinn allt annar en það er ekki nóg að spila bara annan hálfleikinn á fullu gasi. Eins og góður maður sagði þá fengum við það út úr þessum leik sem við lögðum í hann," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Fram í dag.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

Þórsarar léku á móti vindi í fyrri hálfeik. Völdu Þórsarar að byrja með vindi?

„Ég viðurkenni að ég hef ekki hugmynd hvort við áttum valið eða ekki. Síðustu tvo leiki höfum við byrjað á móti og það var ekki svoleiðis í dag, hvort sem við höfum valið það eða ekki. Það er ekki stóra ástæðan fyrir þessu við þurfum að spila bæði með og á móti vindi - við ættum að vera orðnir vanir því þar sem þetta var þriðji [vindasami] leikurinn í röð. Við vorum mjög máttlausir með vindinn í bakið í dag. Við rendum að skapa alvöru færi á móti strekkingnum en það tókst ekki. Sanngjarn Framsigur bara."

Framarar skora fyrra markið snemma leiks eftir að hafa verið fljótir að taka innkast hátt uppi á vellinum. Var Palli ósáttur með varnarleikinn í því marki?

„Þetta er eins og í 5. flokki, það talar enginn saman. Það er innkast og hann sendir á frían mann sem labbar nánast inn í manninn og sendir á einn mann sem er umkringdur fimm Þórsurum. Þetta er saga okkar í fyrri hálfleik þar sem við vorum hálf sofandi. Ég þekkti ekki mína menn miðað við hvað maður veit að þeir geta. Að fá svona mark á sig vegna sofandaháttar er stunga í hjarta."

Palli ræðir að lokum um framhaldið, heimavallarárangur, meiðsli leikmanna. Hann segir að Emanuel Nikpalj hafi fengið niðurstöðu úr myndatökum fyrir skemmstu og krossböndin hangi saman á lyginni einni saman. Emy meiddist í leiknum gegn Aftureldingu fyrr í þessum mánuði.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner