Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 26. október 2024 19:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir hrærður og stoltur: Ótrúlega stórt augnablik fyrir mig
Birkir Már Sævarsson - Vindurinn.
Birkir Már Sævarsson - Vindurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Val 2007.
Í leik með Val 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fábært að ljúka þessu á góðum 6-1 sigri á Hlíðarenda sem er mitt annað heimili og ná þessu þriðja sæti sem ég myndi segja að sé lágmarkskrafa fyrir klúbb eins og Val," sagði Birkir Már Sævarsson sem var að spila sinn síðasta leik fyrir Val á ferlinum.

Hann bar fyrirliðabandið hjá Val í þessum leik og fékk heiðursskiptingu í lokin.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

„Auðvitað hafði það þýðingu fyrir mig að vera með fyrirliðabandið, ég er ótrúlega stoltur af því að vera Valsar og fá fyrirliðabandið í lokaleiknum er ótrúlega stórt augnablik fyriir mig."

Birkir er goðsögn hjá Val en það voru ekki bara Valsarar sem stóðu upp þegar Birkir fór af velli, allir áhorfendur stóðu upp og klöppuðu fyrir Vindinum.

„Ég á eiginlega engin orð, allur dagurinn var tileinkaður mér. Þó að ég hafi viljað fókusa á leikinn og ná 3. sætinu, þá er ég ótrúlega hrærður og stoltur Valsari í dag."

Þú hefur greinilega snert marga þínu framlagi til landsliðiðsin miðað við að Skagamenn stóðu líka upp.

„Já, greinilega, ég er líka mjög stoltur af öllum þessum árum með landsliðinu, það gekk vel þar og við gáfum þjóðinni margar góðar stundir. Ég er ótrúlega stoltur af ferlinum mínum."

Á meðan viðtalið var í gangi sungu nokkrir stuðningsmenn Vals um að þeir vildu fá hann í KH, venslalið Vals, en það er ekki í kortunum. Birkir er að flytja til Svíþjóðar þar sem fjölskylda hans hefur verið undanfarið eitt ár. „Þetta var síðasti leikurinn minn hér allavega, ég tek mér frí fram yfir áramót og ef einhver í Svíþjóð vill hafa mig í liðinu sínu, í einhverri deild, þá hugsa ég að ég muni nú alveg sprikla, ef það passar með vinnu og fjölskyldu. Núna verður fjölskyldan í fyrsta sæti, 8-16 vinnan í 2. sæti og fótboltinn í 3. sæti ef ég spila. Ég ætla bara gera eitthvað, mér er alveg sama, ætla bara að eiga helgarfrí og sumarfrí. Það er mér efst í huga."

Hápunktarnir hjá Birki eru EM og HM, árin þar sem landsliðinu gekk sem best. „Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn (2007) er líka mjög stór, það og þessi ár með landsliðinu sem voru geðveik, það stendur mest upp úr."

Valur tryggði sér með sigrinum 3. sætið í deildinni, síðasta Evrópusætið.

„Úr því sem komið var er þetta bara frábær endir, Valur verður allavega í Evrópu á næsta ári og vonandi í baráttu um titlana líka. Ég kem vonandi í stúkuna einhvern tímann, styð strákana og tuða aðeins í leiðinni," sagði Birkir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner