Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 27. janúar 2022 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Arnar er landsliðsþjálfari og ég er aðstoðarmaður hans
Icelandair
Á blaðamannafundinum í dag.
Á blaðamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær tilkynntur sem nýr aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann mun aðstoða Arnar Þór Viðarsson með liðið. Jói Kalli var þjálfari ÍA en lét af störfum til að geta tekið þessu starfi hjá knattspyrnusambandinu. Eftir blaðamannfund í dag ræddi hann við fréttaritara um nýja starfið.

„Mér líst mjög vel á þetta, er virkilega spenntur og stoltur að fá þetta tækifæri. Það eru gríðarleg tækifæri sem þjóð, það sást á fundinum áðan hvernig Grétar [Rafn Steinsson] hefur unnið í gegnum tíðina og fyrir mig er mjög spennandi að koamst í það að vinna með Grétari. Ég held að þettal líti bara nokkuð vel út hjá okkur," sagði Jói Kalli.

Hann ræðir um viðskilnaðinn við ÍA í viðtalinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum að ofan.

„Ég tel þetta stórt tækifæri fyrir sjálfan mig að efla mig sem þjálfara og persónu, vinna með öflugu fóki og á sama tíma leggja mitt á vogaskálarnar að hjálpa íslenska karlalandsliðinu að bæta sig til lengri tíma litið. Það eru engar töfralausnir í þessu, menn verða að vera tilbúnir að leggja hart að sér, bæði innan vallar sem utan. Ég þarf að gera slíkt hið sama og við í þjálfarateyminu. Ég hef mikla trú á því að þegar öll þessi vinna, þegar hún tengist saman, að við munum hægt og rólega sýna betri árangur inn á vellinum en á sama tíma þróa betri fótboltamenn."

Hvernig horfir þú á þitt samstarf með Arnari, ertu aðalþjálfari?

Sjá einnig:
Arnar Viðars: Jói Kalli er ekki aðstoðarþjálfari

„Arnar er landsliðsþjálfari og ég er aðstoðarmaður hans. Ég ætla að hjálpa honum eins og ég get og leggja mitt af mörkum. En þegar uppi er staðið þá er bara einn sem ræður og ég geri mér alveg klárlega grein fyrir því að það er Arnar sem er minn yfirmaður. Ég kann alveg að meta hvernig hann hefur nálgast hlutina þegar ég er tekinn inn í teymið en svo það fari ekkert á mili mála þá er Arnar aðallandsliðsþjálfarinn og ég er aðstoðarmaður hans."

„Viðræðurnar tóku ekki svo langan tíma. Þetta er spennandi tækifæri fyrir mig og ég leit á það fyrst og fremst hvort ÍA gæfi KSÍ leyfi til að tala við mig. Skilaboðin frá ÍA voru þau að félagið vildi ekki standa í vegi fyrir framþróun þjálfara innan félagsins. Sama stefna er í gangi með leikmenn innan félagsins. Ef að leikmenn og þjálfarfar sjá sér fært um að stíga næsta skref þá vill félagið ekki standa í vegi fyrir því. Mér fannst það skipta máli upp á mína ákvörðun og ég er þakklátur Skagamönnum fyrir þessa nálgun, hún er mjög fagleg og flott. Svo þegar kom að því að taka endanlega ákvörðun þá tók þetta ekki mjög langan tíma."


Jói Kalli sagði að það væri trúnaðarmál milli sín og Arnars hvers lags verkefni Arnar lagði fyrir hann. Arnar hafði talað um að leggja ákveðin verkefni fyrir þá sem kæmu til greina sem aðstoðarþjálfarar.

Hann var einnig spurður út í hvernig honum litist á að þjálfa Ísak Bergmann, son sinn og einnig spurður út í Daníel.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner