Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 27. janúar 2022 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Arnar er landsliðsþjálfari og ég er aðstoðarmaður hans
Icelandair
Á blaðamannafundinum í dag.
Á blaðamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær tilkynntur sem nýr aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann mun aðstoða Arnar Þór Viðarsson með liðið. Jói Kalli var þjálfari ÍA en lét af störfum til að geta tekið þessu starfi hjá knattspyrnusambandinu. Eftir blaðamannfund í dag ræddi hann við fréttaritara um nýja starfið.

„Mér líst mjög vel á þetta, er virkilega spenntur og stoltur að fá þetta tækifæri. Það eru gríðarleg tækifæri sem þjóð, það sást á fundinum áðan hvernig Grétar [Rafn Steinsson] hefur unnið í gegnum tíðina og fyrir mig er mjög spennandi að koamst í það að vinna með Grétari. Ég held að þettal líti bara nokkuð vel út hjá okkur," sagði Jói Kalli.

Hann ræðir um viðskilnaðinn við ÍA í viðtalinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum að ofan.

„Ég tel þetta stórt tækifæri fyrir sjálfan mig að efla mig sem þjálfara og persónu, vinna með öflugu fóki og á sama tíma leggja mitt á vogaskálarnar að hjálpa íslenska karlalandsliðinu að bæta sig til lengri tíma litið. Það eru engar töfralausnir í þessu, menn verða að vera tilbúnir að leggja hart að sér, bæði innan vallar sem utan. Ég þarf að gera slíkt hið sama og við í þjálfarateyminu. Ég hef mikla trú á því að þegar öll þessi vinna, þegar hún tengist saman, að við munum hægt og rólega sýna betri árangur inn á vellinum en á sama tíma þróa betri fótboltamenn."

Hvernig horfir þú á þitt samstarf með Arnari, ertu aðalþjálfari?

Sjá einnig:
Arnar Viðars: Jói Kalli er ekki aðstoðarþjálfari

„Arnar er landsliðsþjálfari og ég er aðstoðarmaður hans. Ég ætla að hjálpa honum eins og ég get og leggja mitt af mörkum. En þegar uppi er staðið þá er bara einn sem ræður og ég geri mér alveg klárlega grein fyrir því að það er Arnar sem er minn yfirmaður. Ég kann alveg að meta hvernig hann hefur nálgast hlutina þegar ég er tekinn inn í teymið en svo það fari ekkert á mili mála þá er Arnar aðallandsliðsþjálfarinn og ég er aðstoðarmaður hans."

„Viðræðurnar tóku ekki svo langan tíma. Þetta er spennandi tækifæri fyrir mig og ég leit á það fyrst og fremst hvort ÍA gæfi KSÍ leyfi til að tala við mig. Skilaboðin frá ÍA voru þau að félagið vildi ekki standa í vegi fyrir framþróun þjálfara innan félagsins. Sama stefna er í gangi með leikmenn innan félagsins. Ef að leikmenn og þjálfarfar sjá sér fært um að stíga næsta skref þá vill félagið ekki standa í vegi fyrir því. Mér fannst það skipta máli upp á mína ákvörðun og ég er þakklátur Skagamönnum fyrir þessa nálgun, hún er mjög fagleg og flott. Svo þegar kom að því að taka endanlega ákvörðun þá tók þetta ekki mjög langan tíma."


Jói Kalli sagði að það væri trúnaðarmál milli sín og Arnars hvers lags verkefni Arnar lagði fyrir hann. Arnar hafði talað um að leggja ákveðin verkefni fyrir þá sem kæmu til greina sem aðstoðarþjálfarar.

Hann var einnig spurður út í hvernig honum litist á að þjálfa Ísak Bergmann, son sinn og einnig spurður út í Daníel.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner