Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 27. janúar 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Örn: Ég stefndi ekkert endilega á að breyta til
Fyrst og fremst er þetta ný áskorun og spennandi hlutir í gangi
Fyrst og fremst er þetta ný áskorun og spennandi hlutir í gangi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skrítið að klæðast bláu í fyrsta skiptið en á sama tíma gaman og nýtt upphaf
Það var skrítið að klæðast bláu í fyrsta skiptið en á sama tíma gaman og nýtt upphaf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að vinna mót sem maður tekur þátt í og þú færð ekki mikið betri leik á þessum tímapunkti. Þetta er virkilega góður sigur," sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður Stjörnunnar (já Stjörnunnar), eftir sigur gegn Breiðabliki í kvöld. Í ár tók hann í fyrsta sinn þátt í Fótbolta.net mótinu en hann hefur á þessum árstíma spilað með KR í Reykjavíkurmótinu.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

Óskar var spurður út í félagaskiptin í Stjörnuna. „Það kom ýmsilegt til en fyrst og fremst er þetta ný áskorun og spennandi hlutir í gangi. Ég stefndi ekkert endilega á að breyta til en þetta fór svona og hingað er ég kominn og er glaður."

Það var talað um að Stjarnan hefði boðið Óskari tveggja ára samning, en KR einungis eins árs samning.

„Nei, snerist í sjálfu sér ekkert um það. Það er að mörgu að hyggja þegar maður tekur svona ákvörðun og þetta er bara ákvörðun sem ég tók og stend við. Ég man ekki alveg hvernig þetta var en ég held að ég hafi talað við einhverja leikmenn hér áður en ég tók ákvörðun. Þetta eru auðvitað nýir þjálfarar sem leikmennirnir höfðu ekki haft áður. Ég átti aðallega samtöl við þjálfarana."

Ertu hrifinn af planinu hjá Gústa og Jökli? „Já, algjörlega. Við megum samt ekki fara fram úr okkur. Það er janúar en mér finnst við vera bara á fínu róli og góðri leið."

Í leiknum var Óskar að spila hægra megin á þriggja manna miðju þar sem einn djúpur miðjumaður var fyrir aftan.

„Já, það gæti alveg farið svo. Mér líður mjög vel í þessari stöðu, er bara að byrja spila hana og hingað til líst mér vel á það."

Hefur verið skrítið að klæðast bláu eftir að hafa verið lengi í hvítu og svörtu? „Já, það var skrítið í fyrsta skiptið en á sama tíma gaman og nýtt upphaf."

Er eitthvað í viðskilnaðinum við KR sem þú sérð eftir eða fór þetta eins vel og það gat farið? „Það var engin svaka dramatík þannig, ég skildi bara í góðu við alla og á góðu nótunum."

Ertu og verðuru áfram grjótharður KR-ingur? „Já, það er eins og það er. Ég er búinn að vera þarna nánast allan minn feril. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en nú er ég í Stjörnunni og ég er fókuseraður á það," sagði Óskar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Sjá einnig:
Óskar Örn: Vildi víkka sjóndeildarhringinn (13. nóv '21)
Athugasemdir
banner
banner