Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 27. janúar 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Örn: Ég stefndi ekkert endilega á að breyta til
Fyrst og fremst er þetta ný áskorun og spennandi hlutir í gangi
Fyrst og fremst er þetta ný áskorun og spennandi hlutir í gangi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skrítið að klæðast bláu í fyrsta skiptið en á sama tíma gaman og nýtt upphaf
Það var skrítið að klæðast bláu í fyrsta skiptið en á sama tíma gaman og nýtt upphaf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að vinna mót sem maður tekur þátt í og þú færð ekki mikið betri leik á þessum tímapunkti. Þetta er virkilega góður sigur," sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður Stjörnunnar (já Stjörnunnar), eftir sigur gegn Breiðabliki í kvöld. Í ár tók hann í fyrsta sinn þátt í Fótbolta.net mótinu en hann hefur á þessum árstíma spilað með KR í Reykjavíkurmótinu.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

Óskar var spurður út í félagaskiptin í Stjörnuna. „Það kom ýmsilegt til en fyrst og fremst er þetta ný áskorun og spennandi hlutir í gangi. Ég stefndi ekkert endilega á að breyta til en þetta fór svona og hingað er ég kominn og er glaður."

Það var talað um að Stjarnan hefði boðið Óskari tveggja ára samning, en KR einungis eins árs samning.

„Nei, snerist í sjálfu sér ekkert um það. Það er að mörgu að hyggja þegar maður tekur svona ákvörðun og þetta er bara ákvörðun sem ég tók og stend við. Ég man ekki alveg hvernig þetta var en ég held að ég hafi talað við einhverja leikmenn hér áður en ég tók ákvörðun. Þetta eru auðvitað nýir þjálfarar sem leikmennirnir höfðu ekki haft áður. Ég átti aðallega samtöl við þjálfarana."

Ertu hrifinn af planinu hjá Gústa og Jökli? „Já, algjörlega. Við megum samt ekki fara fram úr okkur. Það er janúar en mér finnst við vera bara á fínu róli og góðri leið."

Í leiknum var Óskar að spila hægra megin á þriggja manna miðju þar sem einn djúpur miðjumaður var fyrir aftan.

„Já, það gæti alveg farið svo. Mér líður mjög vel í þessari stöðu, er bara að byrja spila hana og hingað til líst mér vel á það."

Hefur verið skrítið að klæðast bláu eftir að hafa verið lengi í hvítu og svörtu? „Já, það var skrítið í fyrsta skiptið en á sama tíma gaman og nýtt upphaf."

Er eitthvað í viðskilnaðinum við KR sem þú sérð eftir eða fór þetta eins vel og það gat farið? „Það var engin svaka dramatík þannig, ég skildi bara í góðu við alla og á góðu nótunum."

Ertu og verðuru áfram grjótharður KR-ingur? „Já, það er eins og það er. Ég er búinn að vera þarna nánast allan minn feril. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en nú er ég í Stjörnunni og ég er fókuseraður á það," sagði Óskar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Sjá einnig:
Óskar Örn: Vildi víkka sjóndeildarhringinn (13. nóv '21)
Athugasemdir