Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
miðvikudagur 24. apríl
Championship
Coventry 0 - 0 Hull City
Úrvalsdeildin
Man Utd 0 - 0 Sheffield Utd
Crystal Palace 0 - 0 Newcastle
Everton 0 - 0 Liverpool
Wolves 0 - 0 Bournemouth
Division 1 - Women
PSG (kvenna) 1 - 1 Paris W
Dijon W 1 - 1 Reims W
Le Havre W 1 - 3 Fleury W
Lyon 2 - 1 Guingamp W
Montpellier W 4 - 0 Saint-Etienne W
Lille W 1 - 2 Bordeaux W
National cup
Atalanta 2 - 0 Fiorentina
Úrvalsdeildin
Zenit 0 - 2 Rubin
FK Krasnodar 3 - 1 Baltica
Nizhnyi Novgorod 2 - 3 Lokomotiv
Orenburg 1 - 2 Dinamo
mán 27.mar 2023 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 12. sæti: HK

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar HK muni enda í 12. sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. HK endar í neðsta sæti ef spáin rætist en allir spámennirnir spá því að liðið falli úr deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. HK, 17 stig

Um liðið: HK verður aftur á meðal tólf bestu liða landsins í sumar eftir eins árs veru í Lengjudeildinni. HK var langnæstbesta liðið í Lengjudeildinni í fyrra á eftir Fylki. Þegar HK komst síðast upp þá endaði liðið á því að vera í efstu deild í þrjú ár samfleytt. Hvað gerist núna?



Þjálfari - Ómar Ingi Guðmundsson: Það voru þjálfarabreytingar hjá HK á miðju síðasta tímabili. Ómar Ingi tók við starfinu af Brynjar Birni Gunnarssyni sem fór til Svíþjóðar og tók við Örgryte. Ómar hafði verið aðstoðarþjálfari Brynjars en hann er mikill HK-ingur og stýrði sinni fyrstu æfingu hjá félaginu árið 2022. Ómar stýrði liðinu upp í efstu deild en það verður mun stærri prófraun fyrir hann að halda liðinu uppi í Bestu deildinni.

Sjá einnig:
Ómar verður aðalþjálfari áfram - Stýrði sinni fyrstu æfingu árið 2000


Ómar Ingi Guðmundsson.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Ingólf Sigurðsson til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Einar, sem er fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, fer yfir það helsta hjá HK.

Styrkleikar: Það er alltaf mikil samheldni hjá HK, sama hvaða flokkur það er. Eins er alltaf mikil stemning í kringum Ómar og hann á eftir að ná að virkja HK hjartað í leikmönnum í sumar. Heimavöllurinn er styrkur með HK últras snælduóða á pöllunum.

Veikleikar: Það er ekki mikil breidd í HK liðinu. Þó að Stefán Ingi og Valgeir Valgeirs hafi ekki spilað nema tæplega helming leikjanna í fyrra þá er missir af þeim. Stefán Ingi endaði markahæstur og það verður spurning hver eigi að skora mörkin. Það mætti líka vera meiri reynsla í liðinu. Þeir líta út fyrir að vera með reynsluminna lið en í fyrra. Bruno Soares er farinn og Ahmad Faga sem á að fylla hans skarð á ekki marga meistaraflokks leiki.


Ahmad Faqa.

Spurningarnar: Þjálfarinn, nær hann að halda stemningunni sem til þarf til þess að halda sætinu? Nær hann að undirbúa liðið nægilega vel til að standa í stóru strákunum? Ná nýju leikmennirnir að fylla skarð þeirra sem þeir hafa misst eins og til dæmis Valgeirs og Stefáns Inga? Hver á að skora? Hvernig mun Aziz pluma sig í Bestu deildinni?

Þrír lykilmenn: Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson stóð vaktina í marki HK í efstu deild síðast og gerir það áfram. Hann er með reynsluna og þarf að eiga gott sumar. Atli Arnarson er öflugur miðjumaður sem getur komið að mörkum og fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er hjartað í liðinu.


Leifur Andri Leifsson.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Marciano Aziz. Hæfileikaríkur leikmaður sem var stórkostlegur með Aftureldingu seinni hluta síðasta tímabils í Lengjudeildinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með honum í deild þeirra bestu.


Marciano Aziz.

Völlurinn: Ekkert illa meint, en Kórinn er líklega leiðinlegasti völlur deildarinnar til að fara á. Það er ekkert gaman við það að fara þangað inn um, mitt sumar allavega. En það er líklega gott fyrir HK-inga að spila þarna, þeir eru vanir því og geta nýtt sér það með því að búa til gryfju þarna. Það á að vera erfitt að sækja þrjú stig fyrir gestalið að sækja þrjú stig þarna.


Kórinn.

Komnir
Ahmad Faqa frá AIK
Atli Hrafn Andrason frá ÍBV
Atli Þór Jónasson frá Hamri
Brynjar Snær Pálsson frá ÍA
Marciano Aziz frá Aftureldingu

Farnir
Ásgeir Marteinsson í Aftureldingu
Bjarni Gunnarsson í Fjölni
Bjarni Páll Linnet Runólfsson í Aftureldingu
Bruno Soares til Þýskalands
Ólafur Örn Ásgeirsson í Þrótt V. (á láni)
Ólafur Örn Eyjólfsson í Þrótt V.
Stefán Ingi Sigurðarson í Breiðablik (var á láni)

Dómur Einars fyrir gluggann: Fjórir af tíu mögulegum.

Líklegt byrjunarlið



Leikmannalisti:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
3. Ívar Orri Gissurason
4. Leifur Andri Leifsson
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Oliver Haurits
10. Atli Hrafn Andrason
11. Marciano Aziz
14. Brynjar Snær Pálsson
15. Hákon Freyr Jónsson
16. Eiður Atli Rúnarsson
18. Atli Arnarson
19. Birnir Breki Burknason
20. Ísak Aron Ómarsson
21. Ívar Örn Jónsson
22. Andri Már Harðarson
23. Hassan Jalloh
24. Teitur Magnússon
28. Tumi Þorvarsson
29. Karl Ágúst Karlsson
30. Atli Þór Jónasson

Fyrstu fimm leikir HK:
10. apríl, Breiðablik - HK
16. apríl, HK - Fram
24. apríl, Stjarnan - HK
29. apríl, Fylkir - HK
3. maí, KR - HK

Í besta og versta falli: Í besta falli tíunda sæti og í versta falli tólfta sæti.

Í kvöld birtist svo HK hlaðvarp á síðunni. Endilega fylgist með því.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Arnar Daði Arnarsson, Arnar Laufdal, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Tómas Þór Þórðarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner