Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   sun 27. apríl 2025 18:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
"Þetta eru allt saman kóngar"
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Því miður botnbaráttuslagur! En djöfull er gott að ná fyrsta sigri og þannig séð ljótum, en djöfull var hann mikilvægur og ég er mjög ánægður með þetta,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir 3-2 sigur á FH í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá KA og náðu þeir að spyrna sér frá botni deildarinnar með honum.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við fórum kannski í full mikið panic og hefðum getað haldið boltanum meira, en þeir eru seigir í því sem að þeir gera. Þeir negla boltanum fram og eru með stóra gæja frammi og það er erfitt  að ráða við það. Við réðum við það í dag, en auðvitað kom smá pressa á okkur í lokin en sem betur fer héldum við hana út.''

Umræðan í kringum KA hefur verið í neikvæðara lagi, hversu vel gengur að blokka hana út? Ef að Hallgrímur reynir það þá yfir höfuð?

„Ég hlusta því miður á allt saman! En þetta eru allt saman kóngar sem að eru að tala um þetta - eða flestir allavega. Ég hef bara gaman að þessu þó að ég taki ekki mark á því sem að þeir segja,'' sagði brosmildur Hallgrímur.

Hrannar Björn Steingrímsson, bróðir Hallgríms, skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins eftir langa bið. 

„Já, ljótt mark! Bjarni var einmitt brjálaður yfir því að ég skyldi ekki senda á hann, en við vorum búnir að æfa nokkur skot fyrir utan teig í gær og það skilaði sér í dag. Mjög ánægður fyrir hans hönd,'' sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir