Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   sun 27. apríl 2025 18:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
"Þetta eru allt saman kóngar"
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Því miður botnbaráttuslagur! En djöfull er gott að ná fyrsta sigri og þannig séð ljótum, en djöfull var hann mikilvægur og ég er mjög ánægður með þetta,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir 3-2 sigur á FH í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá KA og náðu þeir að spyrna sér frá botni deildarinnar með honum.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við fórum kannski í full mikið panic og hefðum getað haldið boltanum meira, en þeir eru seigir í því sem að þeir gera. Þeir negla boltanum fram og eru með stóra gæja frammi og það er erfitt  að ráða við það. Við réðum við það í dag, en auðvitað kom smá pressa á okkur í lokin en sem betur fer héldum við hana út.''

Umræðan í kringum KA hefur verið í neikvæðara lagi, hversu vel gengur að blokka hana út? Ef að Hallgrímur reynir það þá yfir höfuð?

„Ég hlusta því miður á allt saman! En þetta eru allt saman kóngar sem að eru að tala um þetta - eða flestir allavega. Ég hef bara gaman að þessu þó að ég taki ekki mark á því sem að þeir segja,'' sagði brosmildur Hallgrímur.

Hrannar Björn Steingrímsson, bróðir Hallgríms, skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins eftir langa bið. 

„Já, ljótt mark! Bjarni var einmitt brjálaður yfir því að ég skyldi ekki senda á hann, en við vorum búnir að æfa nokkur skot fyrir utan teig í gær og það skilaði sér í dag. Mjög ánægður fyrir hans hönd,'' sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner