Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 27. apríl 2025 18:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
"Þetta eru allt saman kóngar"
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Því miður botnbaráttuslagur! En djöfull er gott að ná fyrsta sigri og þannig séð ljótum, en djöfull var hann mikilvægur og ég er mjög ánægður með þetta,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir 3-2 sigur á FH í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá KA og náðu þeir að spyrna sér frá botni deildarinnar með honum.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við fórum kannski í full mikið panic og hefðum getað haldið boltanum meira, en þeir eru seigir í því sem að þeir gera. Þeir negla boltanum fram og eru með stóra gæja frammi og það er erfitt  að ráða við það. Við réðum við það í dag, en auðvitað kom smá pressa á okkur í lokin en sem betur fer héldum við hana út.''

Umræðan í kringum KA hefur verið í neikvæðara lagi, hversu vel gengur að blokka hana út? Ef að Hallgrímur reynir það þá yfir höfuð?

„Ég hlusta því miður á allt saman! En þetta eru allt saman kóngar sem að eru að tala um þetta - eða flestir allavega. Ég hef bara gaman að þessu þó að ég taki ekki mark á því sem að þeir segja,'' sagði brosmildur Hallgrímur.

Hrannar Björn Steingrímsson, bróðir Hallgríms, skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins eftir langa bið. 

„Já, ljótt mark! Bjarni var einmitt brjálaður yfir því að ég skyldi ekki senda á hann, en við vorum búnir að æfa nokkur skot fyrir utan teig í gær og það skilaði sér í dag. Mjög ánægður fyrir hans hönd,'' sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir