Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 27. apríl 2025 18:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
"Þetta eru allt saman kóngar"
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Lagði upp á bróður sinn og gaf honum plús í kladdann fyrir að skora fallegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Því miður botnbaráttuslagur! En djöfull er gott að ná fyrsta sigri og þannig séð ljótum, en djöfull var hann mikilvægur og ég er mjög ánægður með þetta,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir 3-2 sigur á FH í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá KA og náðu þeir að spyrna sér frá botni deildarinnar með honum.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við fórum kannski í full mikið panic og hefðum getað haldið boltanum meira, en þeir eru seigir í því sem að þeir gera. Þeir negla boltanum fram og eru með stóra gæja frammi og það er erfitt  að ráða við það. Við réðum við það í dag, en auðvitað kom smá pressa á okkur í lokin en sem betur fer héldum við hana út.''

Umræðan í kringum KA hefur verið í neikvæðara lagi, hversu vel gengur að blokka hana út? Ef að Hallgrímur reynir það þá yfir höfuð?

„Ég hlusta því miður á allt saman! En þetta eru allt saman kóngar sem að eru að tala um þetta - eða flestir allavega. Ég hef bara gaman að þessu þó að ég taki ekki mark á því sem að þeir segja,'' sagði brosmildur Hallgrímur.

Hrannar Björn Steingrímsson, bróðir Hallgríms, skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins eftir langa bið. 

„Já, ljótt mark! Bjarni var einmitt brjálaður yfir því að ég skyldi ekki senda á hann, en við vorum búnir að æfa nokkur skot fyrir utan teig í gær og það skilaði sér í dag. Mjög ánægður fyrir hans hönd,'' sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner