Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   mið 27. maí 2020 22:55
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Hann er minn Philipp Lahm
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara mjög gaman, menn voru ryðgaðir og bæði lið ábyggilega búin að vera í stífu prógrammi síðustu vikuna svo menn voru hálf þungir, en reyndu að gera sitt besta. Þetta var svona þokkalegasti leikur, Gróttumenn voru mjög sprækir og gáfu okkur mjög góðan leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., að loknum æfingaleik Víkings og Gróttu sem lauk með 3-2 sigri heimamanna.

Víkingar prófuðu nýtt leikkerfi í leiknum en þeir hófu leik í 3-5-2 með þá Kára Árnason, Sölva Ottesen og Halldór Smára Sigurðsson í vörninni. Það gekk ekki betur en svo að Grótta hafði náð 0-2 forystu þegar tæpur hálftími var liðin af leiknum.

„Fótbolti er svo yndislegur að ef þú ert ekki 100% einbeittur og heldur ekki upp góðu tempói þá lendir þú bara í veseni sama á móti hvaða liði þú ert að spila. Við náðum ekki að keyra upp tempóið í fyrri hálfleik, vorum of 'sloppy' og ætluðum að taka þetta með annari en það bara þýðir ekkert þannig og það var bara frábært að fá smá lexíu.“

Fréttaritari sló á létta strengi með Arnari og spurði hvort hann hefði telft fram einum lágvaxnasta miðverði sem spilað hefur meistaraflokksleik er Dofri Snorrason var mættur í miðvörðinn í upphafi síðari hálfleik.

„En jafnframt sá klókasti," svaraði Arnar. „Dofri getur spilað hvaða stöðu sem er. Maður fer stundum illa með kappann hann er oft fyrsti maður sem að dettur úr liði en alltaf þegar hann kemur inn skilar hann sínu 200% og er bara frábær leikmaður. Hann er svona minn Philipp Lahm.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner