Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 27. maí 2020 22:55
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Hann er minn Philipp Lahm
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara mjög gaman, menn voru ryðgaðir og bæði lið ábyggilega búin að vera í stífu prógrammi síðustu vikuna svo menn voru hálf þungir, en reyndu að gera sitt besta. Þetta var svona þokkalegasti leikur, Gróttumenn voru mjög sprækir og gáfu okkur mjög góðan leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., að loknum æfingaleik Víkings og Gróttu sem lauk með 3-2 sigri heimamanna.

Víkingar prófuðu nýtt leikkerfi í leiknum en þeir hófu leik í 3-5-2 með þá Kára Árnason, Sölva Ottesen og Halldór Smára Sigurðsson í vörninni. Það gekk ekki betur en svo að Grótta hafði náð 0-2 forystu þegar tæpur hálftími var liðin af leiknum.

„Fótbolti er svo yndislegur að ef þú ert ekki 100% einbeittur og heldur ekki upp góðu tempói þá lendir þú bara í veseni sama á móti hvaða liði þú ert að spila. Við náðum ekki að keyra upp tempóið í fyrri hálfleik, vorum of 'sloppy' og ætluðum að taka þetta með annari en það bara þýðir ekkert þannig og það var bara frábært að fá smá lexíu.“

Fréttaritari sló á létta strengi með Arnari og spurði hvort hann hefði telft fram einum lágvaxnasta miðverði sem spilað hefur meistaraflokksleik er Dofri Snorrason var mættur í miðvörðinn í upphafi síðari hálfleik.

„En jafnframt sá klókasti," svaraði Arnar. „Dofri getur spilað hvaða stöðu sem er. Maður fer stundum illa með kappann hann er oft fyrsti maður sem að dettur úr liði en alltaf þegar hann kemur inn skilar hann sínu 200% og er bara frábær leikmaður. Hann er svona minn Philipp Lahm.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner