Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 27. júní 2019 23:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Örn mætti uppeldisfélaginu: Þetta var pínu sérstakt
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR fengu Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld þegar 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins héldu áfram. Leikurinn á Meistaravöllum var í raun aldrei í hættu en KR fór með nokkuð þægilegan sigur af hólmi.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Góður sigur og komnir í undanúrslit, það var það sem við ætluðum okkur í kvöld." Sagði Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR eftir leikinn í kvöld.

Óskar Örn er uppalinn Njarðvíkingur og var því að spila gegn uppeldisfélaginu og því var ekki úr vegi að spyrja hvort að þessi leikur hefði mögulega meiri þýðingu fyrir hann.
„Já þetta var svona pínu sérstakt, ég verð að viðurkenna það en svona þegar inn í leikinn var komið var þetta bara eins og hver annar leikur."

„Mér fannst þeir fínir og reyndu að spila fótbolta og ég kann að meta það en eftir að við náum fyrsta markinu svona tilturlega snemma þá var þetta svona þannig séð þægilegt, þeir hættu."
„Það var alveg darraðardans alveg tvisvar þrisvar í leiknum í upphafi leiks og það hefði nátturlega verið hrikalegt að fá mark í andlitið þá en það kom ekki sem betur fer."


Aðspurður um hvort þeir hefðu farið yfir Njarðvíkurliðið og séð hvar möguleikar þeirra lágu þá var svarið stutt en hnitmiðað.
„Já eins og fyrir alla leiki þá skoðum við liðin og förum yfir það við hverja við erum að spila og það var gert fyrir þennan leik eins og alla aðra."

KR er komið í ansi vænlega stöðu en þeir eru efstir í deild og komnir í undanúrslit bikars, þetta er því farið að líta ansi vel út í vesturbænum.
„Jájá eins og er en það er ekkert í hendi og við erum bara í bullandi baráttu, komnir í undanúrslit og svo er bara hörku leikur á mánudaginn við Breiðablik."

Athugasemdir
banner