Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
banner
   fim 27. júní 2019 23:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Örn mætti uppeldisfélaginu: Þetta var pínu sérstakt
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR fengu Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld þegar 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins héldu áfram. Leikurinn á Meistaravöllum var í raun aldrei í hættu en KR fór með nokkuð þægilegan sigur af hólmi.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Góður sigur og komnir í undanúrslit, það var það sem við ætluðum okkur í kvöld." Sagði Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR eftir leikinn í kvöld.

Óskar Örn er uppalinn Njarðvíkingur og var því að spila gegn uppeldisfélaginu og því var ekki úr vegi að spyrja hvort að þessi leikur hefði mögulega meiri þýðingu fyrir hann.
„Já þetta var svona pínu sérstakt, ég verð að viðurkenna það en svona þegar inn í leikinn var komið var þetta bara eins og hver annar leikur."

„Mér fannst þeir fínir og reyndu að spila fótbolta og ég kann að meta það en eftir að við náum fyrsta markinu svona tilturlega snemma þá var þetta svona þannig séð þægilegt, þeir hættu."
„Það var alveg darraðardans alveg tvisvar þrisvar í leiknum í upphafi leiks og það hefði nátturlega verið hrikalegt að fá mark í andlitið þá en það kom ekki sem betur fer."


Aðspurður um hvort þeir hefðu farið yfir Njarðvíkurliðið og séð hvar möguleikar þeirra lágu þá var svarið stutt en hnitmiðað.
„Já eins og fyrir alla leiki þá skoðum við liðin og förum yfir það við hverja við erum að spila og það var gert fyrir þennan leik eins og alla aðra."

KR er komið í ansi vænlega stöðu en þeir eru efstir í deild og komnir í undanúrslit bikars, þetta er því farið að líta ansi vel út í vesturbænum.
„Jájá eins og er en það er ekkert í hendi og við erum bara í bullandi baráttu, komnir í undanúrslit og svo er bara hörku leikur á mánudaginn við Breiðablik."

Athugasemdir
banner
banner
banner