Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fim 27. júní 2019 23:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Örn mætti uppeldisfélaginu: Þetta var pínu sérstakt
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR fengu Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld þegar 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins héldu áfram. Leikurinn á Meistaravöllum var í raun aldrei í hættu en KR fór með nokkuð þægilegan sigur af hólmi.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Góður sigur og komnir í undanúrslit, það var það sem við ætluðum okkur í kvöld." Sagði Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR eftir leikinn í kvöld.

Óskar Örn er uppalinn Njarðvíkingur og var því að spila gegn uppeldisfélaginu og því var ekki úr vegi að spyrja hvort að þessi leikur hefði mögulega meiri þýðingu fyrir hann.
„Já þetta var svona pínu sérstakt, ég verð að viðurkenna það en svona þegar inn í leikinn var komið var þetta bara eins og hver annar leikur."

„Mér fannst þeir fínir og reyndu að spila fótbolta og ég kann að meta það en eftir að við náum fyrsta markinu svona tilturlega snemma þá var þetta svona þannig séð þægilegt, þeir hættu."
„Það var alveg darraðardans alveg tvisvar þrisvar í leiknum í upphafi leiks og það hefði nátturlega verið hrikalegt að fá mark í andlitið þá en það kom ekki sem betur fer."


Aðspurður um hvort þeir hefðu farið yfir Njarðvíkurliðið og séð hvar möguleikar þeirra lágu þá var svarið stutt en hnitmiðað.
„Já eins og fyrir alla leiki þá skoðum við liðin og förum yfir það við hverja við erum að spila og það var gert fyrir þennan leik eins og alla aðra."

KR er komið í ansi vænlega stöðu en þeir eru efstir í deild og komnir í undanúrslit bikars, þetta er því farið að líta ansi vel út í vesturbænum.
„Jájá eins og er en það er ekkert í hendi og við erum bara í bullandi baráttu, komnir í undanúrslit og svo er bara hörku leikur á mánudaginn við Breiðablik."

Athugasemdir
banner
banner
banner