Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fim 27. júní 2019 23:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Örn mætti uppeldisfélaginu: Þetta var pínu sérstakt
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR fengu Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld þegar 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins héldu áfram. Leikurinn á Meistaravöllum var í raun aldrei í hættu en KR fór með nokkuð þægilegan sigur af hólmi.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Góður sigur og komnir í undanúrslit, það var það sem við ætluðum okkur í kvöld." Sagði Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR eftir leikinn í kvöld.

Óskar Örn er uppalinn Njarðvíkingur og var því að spila gegn uppeldisfélaginu og því var ekki úr vegi að spyrja hvort að þessi leikur hefði mögulega meiri þýðingu fyrir hann.
„Já þetta var svona pínu sérstakt, ég verð að viðurkenna það en svona þegar inn í leikinn var komið var þetta bara eins og hver annar leikur."

„Mér fannst þeir fínir og reyndu að spila fótbolta og ég kann að meta það en eftir að við náum fyrsta markinu svona tilturlega snemma þá var þetta svona þannig séð þægilegt, þeir hættu."
„Það var alveg darraðardans alveg tvisvar þrisvar í leiknum í upphafi leiks og það hefði nátturlega verið hrikalegt að fá mark í andlitið þá en það kom ekki sem betur fer."


Aðspurður um hvort þeir hefðu farið yfir Njarðvíkurliðið og séð hvar möguleikar þeirra lágu þá var svarið stutt en hnitmiðað.
„Já eins og fyrir alla leiki þá skoðum við liðin og förum yfir það við hverja við erum að spila og það var gert fyrir þennan leik eins og alla aðra."

KR er komið í ansi vænlega stöðu en þeir eru efstir í deild og komnir í undanúrslit bikars, þetta er því farið að líta ansi vel út í vesturbænum.
„Jájá eins og er en það er ekkert í hendi og við erum bara í bullandi baráttu, komnir í undanúrslit og svo er bara hörku leikur á mánudaginn við Breiðablik."

Athugasemdir
banner