Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 27. júní 2019 23:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Örn mætti uppeldisfélaginu: Þetta var pínu sérstakt
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR fengu Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld þegar 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins héldu áfram. Leikurinn á Meistaravöllum var í raun aldrei í hættu en KR fór með nokkuð þægilegan sigur af hólmi.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Góður sigur og komnir í undanúrslit, það var það sem við ætluðum okkur í kvöld." Sagði Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR eftir leikinn í kvöld.

Óskar Örn er uppalinn Njarðvíkingur og var því að spila gegn uppeldisfélaginu og því var ekki úr vegi að spyrja hvort að þessi leikur hefði mögulega meiri þýðingu fyrir hann.
„Já þetta var svona pínu sérstakt, ég verð að viðurkenna það en svona þegar inn í leikinn var komið var þetta bara eins og hver annar leikur."

„Mér fannst þeir fínir og reyndu að spila fótbolta og ég kann að meta það en eftir að við náum fyrsta markinu svona tilturlega snemma þá var þetta svona þannig séð þægilegt, þeir hættu."
„Það var alveg darraðardans alveg tvisvar þrisvar í leiknum í upphafi leiks og það hefði nátturlega verið hrikalegt að fá mark í andlitið þá en það kom ekki sem betur fer."


Aðspurður um hvort þeir hefðu farið yfir Njarðvíkurliðið og séð hvar möguleikar þeirra lágu þá var svarið stutt en hnitmiðað.
„Já eins og fyrir alla leiki þá skoðum við liðin og förum yfir það við hverja við erum að spila og það var gert fyrir þennan leik eins og alla aðra."

KR er komið í ansi vænlega stöðu en þeir eru efstir í deild og komnir í undanúrslit bikars, þetta er því farið að líta ansi vel út í vesturbænum.
„Jájá eins og er en það er ekkert í hendi og við erum bara í bullandi baráttu, komnir í undanúrslit og svo er bara hörku leikur á mánudaginn við Breiðablik."

Athugasemdir
banner