Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júlí 2020 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þeir eru ekki að fara"
Heimir segir að Eiður Aron og Óli Kalli fari ekki í glugganum
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Ólafur Karl Finsen séu ekkert að fara þegar félagaskiptaglugginn opnar í byrjun næsta mánaðar.

Eiður og Ólafur Karl hafa ekki verið í lykilhlutverki framan af sumri og hafa vaknað spurningar um framtíð þeirra hjá Val.

Heimir sagði eftir 3-0 sigur á Fylki í síðustu viku að verið væri að skoða málin með Óla Kalla. Hann var utan hóps gegn Fylki en var ónotaður varamaður gegn Fylki í kvöld.

Eftir leikinn í kvöld var Heimir harður á því að hvorugur þeirra væri á förum.

„Þeir eru ekki að fara," sagði Heimir staðfastur.

Tryggvi Hrafn á leið í Val?
Valur er á toppi Pepsi Max-deildarinnar eins og er. Hávær orðrómur er um að félagið sé að krækja í Tryggva Hrafn Haraldsson frá ÍA, en Tryggvi verður samningslaus eftir tímabilið. Heimir segir að Tryggvi sé leikmaður ÍA.

„Tryggvi Hrafn er leikmaður ÍA," og aðspurður að því hvort hann væri búinn að skrifa undir hjá Val þá sagði þjálfarinn: „Ekki svo ég viti. Hann er leikmaður ÍA."

Viðtalið við Heimi frá því í kvöld má sjá hér að neðan.
Heimir Guðjóns: Vorum opnir varnarlega
Athugasemdir
banner
banner
banner