Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 27. ágúst 2023 22:16
Þorsteinn Haukur Harðarson
Arnar Gunnlaugs: Nenni ekki að eyða orðum í að svara hvorki Óskari né Blikum
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

"Ég hélt ég hafði séð allt á löngum ferli sem leikmaður og þjálfari en svo var greinilega ekki. Þetta var mjög skrítið allt en við reyndum að halda fókus á okkar hóp. Ég skil ekki alveg tilganginn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, um þá ákvörðun Breiðabliks að mæta seint í leik þessara liða í kvöld en Víkingar unnu að lokum 5-3 sigur. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

Arnar segist ekki hafa verið farinn að halda að Blikar myndu hreinlega ekki mæta. "Nei ég held að það hafi aldrei komið til greina þó það hafi litið þannig út. Þetta voru örugglega einhver mótmæli en samt mjög skrítið."

Arnar segist samt hafa samúð með stöðunni sem Blikar eru í. "Klárlega. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að hjálpa þeim að færa leikinn.  en það var óraunhæft að spila í landsleikjahléinu. Það hefði líka sett heilindi deildarinnar í voða. Hvað hefðu Valur eða FH sagt ef við hefðum mætt með veikara lið í leik gegn Blikum? Þetta kom aldrei til greina og að mála okkur sem vonda kalla í þessu máli er algjörlega út í hött."

Óskar Hrafn var til viðtals fyrir leikinn þar sem hann skaut aðeins á Arnar og Evrópugengi Víkinga. "Ég heyrði ekki þessi ummæli en þau dæma sig sjálf og ég nenni ekki að eyða orðum í að svara hvorki Óskari né Blikum."

Næst ræddum við um leikinn. "Þetta var skrítinn leikur og öðruvísi en við erum vanir. Það var mikil orka í þessum ungu Blikum sem stóðu sig virkillega vel. "

Að lokum ræddum við um áhugaverða viku sem er að baki en Valsmenn kærðu leik sinn gegn Víkingum eins og frægt er orðið þar sem Arnar, sem var í banni, var í samskiptum við bekkinn símleiðis.

"Ég var svo feginn að geta látið verkin tala inni á vellinum. Mér finnst íþróttin sjálf hafa beðið hnekki í allri þessari umræðu í vikunni. Bæði með þetta Vals fíaskó og svo þessar rútupælingar í dag. Allir bardagar í íþróttum eiga heima úti á velli. Við erum ekki í pólítík," sagði Arnar og hélt áfram.

"Það var alveg augljóst í þessum Valsleik að ég gerði mína hluti í góðri trú um að ég væri að gera löglega hluti og hvernig kæra Vals var orðuð kom mér virkilega á óvart. Ég var svekktur alla vikuna en síðan létum við verkin tala inni á velli og þannig á það að vera."

Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner