Manchester United skráði sig í sögubækurnar með 3-0 sigrinum á Everton í gær.
Draumamark Alejandro Garnacho, vítaspyrna Marcus Rashford og góð afgreiðsla Anthony Martial skilaði sigrinum og hreinu laki í hús hjá United.
Þetta var ansi merkilegur sigur fyrir félagið því þetta var í 500. sinn sem það heldur hreinu í ensku úrvalsdeildinni og það eina sem hefur afrekað það.
Chelsea hefur haldið hreinu 476 sinnum á meðan Liverpool hefur haldið búrinu hreinu í 460 leikjum. Arsenal kemur næst á eftir með 456 hrein lök.
Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar ári 1992 og reiknað frá því ári.
Manchester United are the first side to keep 500 clean sheets in the Premier League.
— Squawka (@Squawka) November 26, 2023
History makers. ???? pic.twitter.com/HXUv5OFqqy
Athugasemdir