Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   fös 28. júní 2024 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vorkenni því fólki sem greiddi sig inn hér í Kaplakrika í kvöld. Þetta var rosalega lélegur fótboltaleikur við mjög erfiðar aðstæður," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

„Þetta var baráttuleikur þar sem FH-ingar voru kannski aðeins grimmari. Þetta var 0-0 leikur sem datt öðru megin. FH gerði vel að klára þetta."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

„Mér fannst við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og það var algjörlega gegn gangi leiksins að þeir komust yfir. Það gerir það að verkum að þeir liggja neðarlega og tefja í seinni hálfleiknum. Við náðum aldrei neinu floti á boltann. Mér fannst ágætis andi í þessu en það vantaði gæði. Þeir gerðu vel að hlaupa okkur uppi, kasta sér fyrir og vinna fyrsta og annan bolta."

Blikar náðu ekki að skapa sér mikið 1-0 undir í seinni hálfleiknum. Dóri viðurkennir að það hafi verið svekkjandi.

„Já, 100 prósent. En völlurinn er svakalega þungur, loðinn og ósléttur. Menn voru að reyna, það vantaði ekki en FH-ingarnir vörðust virkilega vel. Þeir voru grimmir og lokuðu teignum sínum vel. Það eru mikil vonbrigði að fá ekki betri færi."

„Ég veit að þetta hljómar eins og afsökun en þegar maður spilar 40 leiki á ári og þrír þeirra eru á grasi, þá er það öðruvísi. Maður er lengur að ná taktinum. Planið var að komast upp á völlinn með baráttu og ná honum niður þar. Það gekk ekki alveg nógu vel í dag. FH-ingarnir lokuðu ágætlega á það sem við ætluðum að gera. Við urðum undir í baráttunni þegar þeir skora 1-0. Þetta er svekkjandi en það er bara áfram gakk."

Blikar eru fjórum stigum frá toppliði Víkings en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner