Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 28. júní 2024 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vorkenni því fólki sem greiddi sig inn hér í Kaplakrika í kvöld. Þetta var rosalega lélegur fótboltaleikur við mjög erfiðar aðstæður," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

„Þetta var baráttuleikur þar sem FH-ingar voru kannski aðeins grimmari. Þetta var 0-0 leikur sem datt öðru megin. FH gerði vel að klára þetta."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

„Mér fannst við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og það var algjörlega gegn gangi leiksins að þeir komust yfir. Það gerir það að verkum að þeir liggja neðarlega og tefja í seinni hálfleiknum. Við náðum aldrei neinu floti á boltann. Mér fannst ágætis andi í þessu en það vantaði gæði. Þeir gerðu vel að hlaupa okkur uppi, kasta sér fyrir og vinna fyrsta og annan bolta."

Blikar náðu ekki að skapa sér mikið 1-0 undir í seinni hálfleiknum. Dóri viðurkennir að það hafi verið svekkjandi.

„Já, 100 prósent. En völlurinn er svakalega þungur, loðinn og ósléttur. Menn voru að reyna, það vantaði ekki en FH-ingarnir vörðust virkilega vel. Þeir voru grimmir og lokuðu teignum sínum vel. Það eru mikil vonbrigði að fá ekki betri færi."

„Ég veit að þetta hljómar eins og afsökun en þegar maður spilar 40 leiki á ári og þrír þeirra eru á grasi, þá er það öðruvísi. Maður er lengur að ná taktinum. Planið var að komast upp á völlinn með baráttu og ná honum niður þar. Það gekk ekki alveg nógu vel í dag. FH-ingarnir lokuðu ágætlega á það sem við ætluðum að gera. Við urðum undir í baráttunni þegar þeir skora 1-0. Þetta er svekkjandi en það er bara áfram gakk."

Blikar eru fjórum stigum frá toppliði Víkings en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner