Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   lau 28. september 2019 16:49
Kristófer Jónsson
Gulli Gull: Ætlum að ráða Pep Guardiola
Gulli vildi meira á tímabilinu.
Gulli vildi meira á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„ Það eru alltaf blendnar tilfinningar þegar að tímabilið klárast. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik með því að ná betri úrslitum og enda þetta betur." sagði Gulli eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 KR

Breiðablik endar tímabilið í öðru sæti, fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR, og er þetta annað tímabilið í röð sem að Blikar ná silfrinu.

„Auðvitað er gott að fara í Evrópukeppni en vil vildum gera betur. Ég held að Breiðablik sé komið á þann stað að við viljum alltaf berjast um titla sem að er ágætur staður til að vera á."

Þetta var síðasti leikur Ágústs Gylfasonar sem þjálfari Breiðabliks en honum var tilkynnt í vikunni að hann fengi ekki að halda áfram með liðið. Kom það leikmönnum á óvart?

„Ég held að það komi manni ekkert á óvart í fótboltanum lengur. Þetta er bara gangurinn í þessum bransa. Það verður sárt að missa þá (Ágúst Gylfason og Guðmund Steinarsson) þar sem að þetta eru toppmenn sem að náðu fínum árangri."

Þegar að fréttamaður spurði Gulla hvort að hann vissi eitthvað hver næsti þjálfari yrði sló hann á létta strengi.

„Við ætlum að reyna að ná í Pep Guardiola. Ég held að hann sé klásúlu núna um jólin. Þannig ef að það gengur væri það frábært." sagði Gulli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner