Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 28. september 2019 16:49
Kristófer Jónsson
Gulli Gull: Ætlum að ráða Pep Guardiola
Gulli vildi meira á tímabilinu.
Gulli vildi meira á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„ Það eru alltaf blendnar tilfinningar þegar að tímabilið klárast. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik með því að ná betri úrslitum og enda þetta betur." sagði Gulli eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 KR

Breiðablik endar tímabilið í öðru sæti, fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR, og er þetta annað tímabilið í röð sem að Blikar ná silfrinu.

„Auðvitað er gott að fara í Evrópukeppni en vil vildum gera betur. Ég held að Breiðablik sé komið á þann stað að við viljum alltaf berjast um titla sem að er ágætur staður til að vera á."

Þetta var síðasti leikur Ágústs Gylfasonar sem þjálfari Breiðabliks en honum var tilkynnt í vikunni að hann fengi ekki að halda áfram með liðið. Kom það leikmönnum á óvart?

„Ég held að það komi manni ekkert á óvart í fótboltanum lengur. Þetta er bara gangurinn í þessum bransa. Það verður sárt að missa þá (Ágúst Gylfason og Guðmund Steinarsson) þar sem að þetta eru toppmenn sem að náðu fínum árangri."

Þegar að fréttamaður spurði Gulla hvort að hann vissi eitthvað hver næsti þjálfari yrði sló hann á létta strengi.

„Við ætlum að reyna að ná í Pep Guardiola. Ég held að hann sé klásúlu núna um jólin. Þannig ef að það gengur væri það frábært." sagði Gulli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner