Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 28. september 2019 16:49
Kristófer Jónsson
Gulli Gull: Ætlum að ráða Pep Guardiola
Gulli vildi meira á tímabilinu.
Gulli vildi meira á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„ Það eru alltaf blendnar tilfinningar þegar að tímabilið klárast. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik með því að ná betri úrslitum og enda þetta betur." sagði Gulli eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 KR

Breiðablik endar tímabilið í öðru sæti, fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR, og er þetta annað tímabilið í röð sem að Blikar ná silfrinu.

„Auðvitað er gott að fara í Evrópukeppni en vil vildum gera betur. Ég held að Breiðablik sé komið á þann stað að við viljum alltaf berjast um titla sem að er ágætur staður til að vera á."

Þetta var síðasti leikur Ágústs Gylfasonar sem þjálfari Breiðabliks en honum var tilkynnt í vikunni að hann fengi ekki að halda áfram með liðið. Kom það leikmönnum á óvart?

„Ég held að það komi manni ekkert á óvart í fótboltanum lengur. Þetta er bara gangurinn í þessum bransa. Það verður sárt að missa þá (Ágúst Gylfason og Guðmund Steinarsson) þar sem að þetta eru toppmenn sem að náðu fínum árangri."

Þegar að fréttamaður spurði Gulla hvort að hann vissi eitthvað hver næsti þjálfari yrði sló hann á létta strengi.

„Við ætlum að reyna að ná í Pep Guardiola. Ég held að hann sé klásúlu núna um jólin. Þannig ef að það gengur væri það frábært." sagði Gulli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner