29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 28. september 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Vestra.
Davíð Smári, þjálfari Vestra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitunum.
Eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári hefur gert flotta hluti á sínu fyrsta tímabili með Vestra.
Davíð Smári hefur gert flotta hluti á sínu fyrsta tímabili með Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur af því að vera hérna og ég er fullur tilhlökkunar," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, í samtali við Fótbolta.net á fréttamannafundi fyrir úrslitaleikinn í umspili Lengjudeildarinnar.

Vestramenn eru komnir alla leið á Laugardalsvöll þar sem þeir mæta Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni. Þeir lögðu Fjölni að velli í undanúrslitunum.

Vestramenn byrjuðu tímabilið brösulega en hrukku allsvakalega í gang þegar leið á það.

„Við vissum að þetta yrði erfitt í byrjun. Markmiðið var að komast þangað sem við erum í dag og markmiðinu var því náð. Við erum fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem allir hafa talað um að hafi átt stórkostlegt tímabilið. Við getum ekki verið annað en sáttir."

Þetta var alltaf markmiðið
Davíð Smári er á sínu fyrsta tímabili með Vestra og segir að það sé allt öðruvísi en að þjálfa lið á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikill lærdómur sem ég hef tekið úr því að þjálfa lið út á landsbyggðinni," segir Davíð.

„Það er rosalega mikill kraftur... það vita allir hver formaðurinn er og það er mikil pressa. Það er ofboðslega vel látið af öllu utanumhaldi í kringum liðið. Það er fleira fólk á bak við þó að Sammi sé oft réttilega nefndur. Það er fólk sem eyðir öllum stundum í kringum félagið. Það er ofboðslega gaman og mikið stolt sem fylgir því að veita þessu fólki gleði og vonandi verðlaun fyrir allt það starf sem það hefur unnið fyrir félagið."

Þegar Davíð tók fyrsta fund með Samma formanni, var þá rætt um að komast í þennan leik?

„Já, ef ég hefði slegið eitthvað af því að ég hefði trú á því að við myndum ná hingað á mínu fyrsta tímabili, þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn. Ég held að það sé svo einfalt. Þetta var alltaf markmiðið," sagði Davíð en metnaðurinn er mikill fyrir vestan.

Mikil samheldni og sterk liðsheild
Hópurinn samanstendur af erlendum leikmönnum í bland við öfluga íslenska stráka. Davíð segir að þetta sé sterk blanda og mikil liðsheild.

„Ég held að það sjái það allir á leik liðsins að það er mikil samheldni og sterk liðsheild. Menn eru fórnfúsir fyrir hvorn annan. Menn hafa trú á leikskipulaginu og verkefninu. Mér finnst það hafa skinið í gegn frá fyrsta degi þó það hafi gengið erfiðlega í byrjun," segir Davíð Smári.

„Þegar við erum komnir í úrslitin þá stækkar þessi trú enn meira. Trú liðsins í dag er einfaldlega sú að við getum varla tapað leik. Það verðum við að taka með okkur inn í leikinn á laugardaginn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Davíð Smári fer um víðan völl. Hann segir meðal annars frá því að Vestramenn muni verja þremur dögum á höfuðborgarsvæðinu fyrir leikinn og liðið fái góðan undirbúning.
Athugasemdir
banner
banner