Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
banner
   sun 28. nóvember 2021 13:44
Aksentije Milisic
Soucek: Þetta var gott högg í andlitið
Mynd: EPA
Tomas Soucek, miðjumaður West Ham, segir að liðið hafi haft gott að því að fá smá högg í andlitið í síðasta leik.

Eftir mjög gott gengi að undanförnu þá tapaði West Ham frekar óvænt gegn Wolves á útivelli í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Raul Jimenez gerði eina mark leiksins en West Ham mætir Manchester City á útivelli í dag. West Ham er í fjórða sæti fyrir leikinn í dag.

„Þetta var gott högg í andlitið eins og maður segir. Við spiluðum ekki vel, Wolves spilaði betur og átti skiliði að vinna," sagði Tékkinn stóri og stæðilegi.

„Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir alla leiki. Við sýndum góðan anda og komum til baka eftir þetta tap og gerðum vel í Evrópudeildinni."

Leikur West Ham og Manchester City hefst klukkan 14 í dag en Soucek er brattur fyrir leikinn.

„Við erum ekki hræddir. Við spiluðum mjög vel gegn þeim í bikarnum fyrr á tímabilinu. Þeir sköpuðu einungis eitt eða tvö færi. Við vorum öflugir varnarlega og vonandi náum við að gera svipaða hluti á morgun (í dag)."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner