Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. nóvember 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Pulisic undir smásjám Man Utd, Newcastle og Arsenal
Powerade
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: EPA
Beckham vill kaupa Man Utd.
Beckham vill kaupa Man Utd.
Mynd: Getty Images
Nico Williams.
Nico Williams.
Mynd: EPA
Messi, Pulisic, Santos, Beckham, Olsen, Hincapie, Okafor, Balde og fleiri í mánudagsslúðrinu. HM fær stærsta plássið í umfjöllun fjölmiðla en þar má einnig finna eitthvað slúður.

Argentínski framherjinn Lionel Messi (35) mun samþykkja að ganga í raðir Inter Miami fyrir næsta tímabil. (Times)

Christian Pulisic (24), leikmaður Chelsea og Bandaríkjanna, er undir smásjám Manchester United, Newcastle og Arsenal. (Mail)

Manchester United skoðar möguleika á því að fá Pulisic lánaðan í janúar. (ESPN)

Liverpool vill fá tvo nýja miðjumenn á næsta ári en Alex Oxlade-Chamberlain (29), James Milner (36) og Naby Keita (27) verða allir samningslausir eftir tímabilið. (Football Insider)

Liverpool hefur átt í viðræðum við tvo fjárfesta frá Mið-Austurlöndum um möguleg kaup á félaginu. (Mail)

Newcastle er tilbúið að gera tilboð í brasilíska miðjumanninn Andrey Santos (18) í janúarglugganum. (Northern Echo)

Rio Ferdinand segir að sinn fyrrum liðsfélagi David Beckham muni koma með fjárfestahóp sem geri tilboð í Manchester United. (FIVE)

Tottenham hefur staðfestan áhuga á að fá danska vængmanninn Andreas Skov Olsen (22) frá Club Brugge í janúar. (Het Nieuwsblad)

Núningur er í sambandi Emiliano Martínez (30), markvarðar Aston Villa, og stjórans Unai Emery. Framtíð argentínska landsliðsmannsins hjá Villa er því talin í óvissu. (Football Insider)

Chelsea hefur fylgst með ekvadorska varnarmanninum Piero Hincapie (20), leikmanni Bayer Leverkusen, á HM í Katar. (Mirror)

Juventus undirbýr tilboð í spænska framherjann Nico Williams (20) hjá Athletic Bilbao. (AS)

AC Milan vill fá svissneska framherjann Noah Okafor (22) frá Red Bull Salzburg. (Calciomercato)

AC Milan vill einnig fá marokkóska leikmanninn Hakim Zyiech (29) lánaðan frá Chelsea, með það fyrir augum að kaupa hann alfarið. (Gazzetta dello Sport)

Barcelona mun bjóða spænska vinstri bakverðinum Alejandro Balde (19) nýjan fimm ára samning. (Fabrizio Romano)

Inter undirbýr 20 milljóna punda tilboð í bandaríska vinstri bakvörðinn Antonee Robinson (25) hjá Fulham. (Sun)

Leeds mun gefa spænska framherjanum Mateo Joseph (19) nýjan samning, ári eftir að hann kom frá Espanyol. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner