Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fim 28. nóvember 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ætti Kelleher að halda sæti sínu þegar Alisson er klár?
Caoimhin Kelleher.
Caoimhin Kelleher.
Mynd: Getty Images
Valur Gunnarsson.
Valur Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Caoimhin Kelleher hefur staðið sig stórkostlega í marki Liverpool í fjarveru Alisson. Liðið er með átta stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fimm leiki sína í Meistaradeildinni.

„Það er oft sagt að þegar þú færð tækifærið þá verðir þú að grípa það og Kelleher hefur svo sannarlega gert það. Liverpool er með heimsklassa markvörð í Alisson, sem mun væntanlega koma aftur í markið, en þetta er klárlega jákvæður hausverkur fyrir Arne Slot," segir Gary Cahill, sérfræðingur BBC.

Fótbolti.net spurði sérfræðing síðunnar, Val Gunnarsson, hvort Kelleher ætti að halda sæti sínu þegar Alisson er orðinn leikfær að nýju. Valur er markvarðaþjálfari og fyrrum markvörður.

„Af hverju að skipta um markmann þegar þú tapar ekki leik og ert með markmann sem er öruggur í öllum sínum aðgerðum og það er nánast ekki einu sinni hægt að skora úr vítum á hann?" segir Valur.

„Gangurinn á Liverpool er þannig í dag að ég sé enga ástæðu til að skipta."

Kelleher hefur haldið markinu hreinu í öllum þremur Meistaradeildarleikjunum sem hann hefur spilað og fengið sex mörk á sig í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner